Ertu að fara að grafa?

Höldum sambandinu órofnu. Áður en grafið er er mjög mikilvægt að sækja um teikningar sem sýna legu lagna í jörðinni. Athugaðu að ekki má nota teikningar úr vefsjá viðkomandi sveitarfélags. Þetta á við hvort sem grafið er innan eða utan lóðamarka. 

Image alt text

Það er mikið undir

Mikið undir

Áður en grafið er er mjög mikilvægt að sækja um teikningar sem sýna legu lagna í jörðinni. Athugaðu að ekki má nota teikningar úr vefsjá viðkomandi sveitarfélags. Þetta á við hvort sem grafið er innan eða utan lóðamarka. 

Hérna er hægt að sækja um lagnateikningar.

Hérna getur þú skoðað lagnirnar á vefsjá Veitna.

Mikilvægt er að hafa í huga að á vefsjá Veitna eru eingöngu lagnir Veitna og Ljósleiðarans, sækja þarf teikningar af lögnum annarra til viðkomandi veitufyrirtækis eða bæjarfélags. Sem dæmi má nefna að í Hafnarfirði eru Veitur eingöngu með hitaveitu, HS Veitur eru með rafveitu og Hafnarfjarðarbær með vatns- og fráveitu. Ljósleiðarinn og/eða Míla eru svo með ljósleiðara. 

Við hvetjum alla til að kynna sér legu lagna áður en byrjað er að grafa.

Starfsmenn Veitna

Best er að leita á staðnum

Það geta alltaf verið skekkjur í teikningunum og því er öruggast að fá bilanaleitarmenn okkar í að finna veitulagnir áður en grafið er. Þeirra viðhorf er að betra sé að vera kallaður út einum of oft en einum of sjaldan. Þeir eru með góðan búnað til að hlusta út strengi og pípur eða mæla þá út frá föstum viðmiðum. Ekki hika við að biðja um þjónustu þeirra, hún er veitt án endurgjalds og fæst með því að hringja í síma 516 6000.

Háspennustrengir

Athugaðu að óheimilt er að grafa við eða moka ofan af jarðvegsyfirborði þar sem 132000 V strengir liggja, nær en 3 metra fjarlægð við legu strengja.
 
Til að tryggja öryggi framkvæmdaaðila og rekstraröryggi rafveitu, vilja Veitur þar sem kostur er gera háspennustrengi spennulausa. Hafðu í huga að afgreiðslutími línurofa eru 4 dagar.

Hvernig getum við aðstoðað þig?