Skólp­hreinsun

Skólp berst fráveitu Veitna frá notendum, bæði frá heimilum og frá atvinnustarfsemi. Það rennur að dælustöðvum sem dæla því í skólphreinsistöðvar. Í skólphreinsistöðvum er skólpið hreinsað þar til það telst hæft til losunar í umhverfið. 

Image alt text

Safnkerfi skólps


Skólp berst fráveitu Veitna frá notendum, bæði frá heimilum og frá atvinnustarfsemi. Það rennur að dælustöðvum sem dæla því í skólphreinsistöðvar. Í skólphreinsistöðvum er skólpið hreinsað þar til það telst hæft til losunar í umhverfið. 

Nánar er fjallað um skólphreinsun hér

Image alt text

Safnkerfi ofanvatns

Ofanvatn er regnvatn eða leysingarvatn sem berst í fráveitur.

Ofanvatn er upprunið úr úrkomu, þannig að það er ekki mengað af náttúrunnar hendi. Það getur hins vegar safnað í sig mengunarefnum á leið sinni um þéttbýlið.

Rennsli ofanvatns í þéttbýli einkennist af miklum sveiflum í vatnsmagni. Draga má úr sveiflunum með því að tefja för vatnsins um þéttbýlið. Það má gera með því að veita því um jarðveg og gróður á leið sinni um yfirborð þéttbýlisins. Gjarnan er vísað til slíkra aðferða til miðlunar ofanvatns sem „blágrænna“, til aðgreiningar frá niðurgröfnum fráveitulögnum, sem eru oftar en ekki úr „grárri“ steinsteypu. Blágrænar ofanvatnslausnir nýtast einnig til hreinsunar ofanvatns. Nánar um ofanvatnshreinsun.

Ávallt er leitast við að halda ofanvatni aðskildu frá skólpi. Áður fyrr var almenna reglan þó sú að ofanvatni var veitt í skólplagnir. Um þriðjungur fráveitulagna Veitna eru frá þeim tíma og taka því við blöndu skólps og ofanvatns. Losun óhreinsaðs skólps um yfirföll er órjúfanlegur hluti af rekstri slíkra fráveitukerfa. Langtímasýn Veitna, sem kemur fram í heildarstefnu Veitna, er að útrýma losun óhreinsaðs skólps um yfirföll.

Hvernig getum við aðstoðað þig?