
Veitur boruðu 100 metra langa leið meðfram göngustíg að skíðabrekkunni í Ártúnsbrekku til að leggja kaldavatnslögn fyrir snjóframleiðslu Reykjavíkurborgar.
Framkvæmdin nýtti skurðlausa lausn til að leggja lögnina þar sem mögulegt var að bora meðfram göngustígnum í stað þess að grafa langan skurð. Lausnin er því bæði umhverfisvænni og minna rask fyrir nærsamfélagið þar sem ekki var nauðsynlegt að loka göngustígnum á meðan. Veitur nýta ávallt tækifærið þegar mögulegt er til að nota lausnir sem skilja eftir sig minna kolefnisspor og fagna því þegar það er hægt.
Veitur unnu náið með Reykjavíkurborg við Ártúnsbrekku til að tryggja vatn til að hægt sé að framleiða nægan snjó fyrir skíðabrekku innan borgarmarkanna. Samtímis voru brunavarnir bættar á svæðinu með nýjum brunahana.
Nú er um að gera að skella sér á skíði eða snjóþotu um leið og færi gefst.


Skuggi ófriðar hvílir yfir heiminum og hefur öryggisumhverfi Evrópu tekið grundvallarbreytingum á síðustu árum. Í þessari nýju heimsmynd birtast ógnir ekki eingöngu í formi hernaðarlegra átaka ...

Veitur tengdu vatnið fyrir snjóinn í Ártúnsbrekku.