Fréttir & upplýsingar | Veitur

Landsnet hækkar flutningsgjald rafmagns

10. ágúst 2017 - 10:21

Þann 1. ágúst síðastliðinn hækkaði flutningsgjaldið sem rafveiturnar í landinu innheimta fyrir Landsnet. Áhrifin hjá viðskiptavinum Veitna nema liðlega 2% á hverja kílóvattstund.

Pylsuvagninn færður vegna framkvæmda við spennistöð

28. júlí 2017 - 13:04

Með þéttingu byggðar fylgir oft mikið rask þar sem gera þarf endurbætur eða færa veitukerfi svo þau þjóni hlutverki sínu sem best. Slíkar framkvæmdir standa nú yfir í miðbæ Reykjavíkur þar sem ný hótelbygging krefst þess að spennistöð í Hafnarstræti sé endurnýjuð og færð um set innan reits.

Fundað með borgarráði

20. júlí 2017 - 13:42

Stjórnendur Veitna funduðu í morgun með borgarráði vegna bilunar í neyðarloku í dælustöð skólps í Faxaskjóli. Fóru forsvarsmenn Veitna þar yfir ýmsar hliðar málsins og svöruðu spurningum frá fulltrúum borgarbúa. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var einnig boðað á fundinn til að fara yfir sinn þátt í framvindu atburðarásarinnar.

Fyrir aukafund hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldinn var mánudaginn 17. júlí var tekið saman ítarlegt minnisblað með gögnum málsins og á fundinum með borgarráði var farið yfir helstu atriði úr því.

„Dreginn verður lærdómur af málinu og verklagi breytt“

19. júlí 2017 - 18:27

Í dag héldu Veitur blaðamannafund þar sem fjallað var um viðgerðina á neyðarlokunni í dælustöðinni í Faxaskjóli, viðbrögðin við því þegar skólp fór í sjó, ónóga upplýsingagjöf og þær aðgerðir sem gripið verður til á næstunni. Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, sagði við það tækifæri að gera hefði mátt betur í upplýsingagjöf til almennings á meðan á biluninni stóð og skólpi var veitt í sjó. „Við hefðum átt að tilkynna almenningi um bilunina strax, bæði beint og í gegnum fjölmiðla.

Viðgerð tókst vel

19. júlí 2017 - 08:28

Neyðarlokan sem bilaði 12. júní í skólpdælustöðinni við Faxaskjól er nú komin í lag
 
Viðgerð er lokið á neyðarloku skólpdælustöðvarinnar við Faxaskjól. Lokan var sett niður síðdegis í gær og virkni hennar virtist þá með ágætum. Hún var síðan prófuð og stillt enn betur á flóði og fjöru og lauk prófunum á henni seint í gærkvöldi. Þetta þýðir að búið er að stöðva lekann meðfram neyðarlokunni, sem glímt hefur verið við undanfarið og að reksturinn á dælustöðinni er kominn í eðlilegt horf.
 

Viðgerð í dælustöð við Faxaskjól haldið áfram

17. júlí 2017 - 13:34

Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí 2017, munu Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöð við Faxaskjól. Því þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól og hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 

Viðgerðin hefst klukkan 08:00 og er gert að ráð fyrir að stillingar og prófanir standi yfir til miðnættis. 

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur verið tilkynnt um framkvæmdina. 

Við ráðleggjum fólki að fara ekki í fjöruna eða sjóinn nálægt dælustöðvunum. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá staðsetningu dælustöðvanna við Skeljanes og Faxaskjól. 

Rekstur hafinn í hreinsistöð á Akranesi

13. júlí 2017 - 15:39

Búið er að gangsetja hreinsistöðina á Akranesi eftir vinnu við stillingar og prófanir undanfarnar vikur. Hreinsistöðin mun leysa af hólmi allar þær fjölmörgu útrásir sem hafa verið í fráveitukerfinu síðustu áratugi. Síðan 3. júlí hefur stöðin verið í gangi allan sólarhringinn.
 

Hreinsun hafin í fjörunni

11. júlí 2017 - 14:56

Í gær og í dag hefur verið unnið að hreinsunarstörfum í fjörunni við dælustöðina í Faxaskjóli.  Þegar neyðarlokan var tekin upp til viðgerða í júní var skólpi sleppt í sjó. Með skólpinu fylgdi nokkurt magn af rusli sem hent hefur verið í klósett og hefur hluta þess skolað upp í fjörur.  Til að byrja með verður allt sjáanlegt rusl, svo sem blautþurrkur, eyrnapinnar, bindi og fleira hreinsað úr þeim hluta fjörunnar sem aðgengilegastur er almenningi frá landi og í framhaldinu verður farið í meiri hreinsun.

Hollráð

Hengjum þvottinn út á snúru þegar tækifæri gefst