Nemendur kynnast iðn- og tæknistörfum

19. maí 2022 - 11:50

Síðastliðin ár hefur OR samstæðan, í samstarfi við Árbæjarskóla, boðið nemendum í 10. bekk skólans upp á valáfanga sem kallast Iðnir og tækni. Í áfanganum gefst nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttum iðn- og tæknistörfum sem unnin eru innan samstæðunnar og að vinna verkefni þeim tengdum. Á dögunum var haldin nokkurs konar uppskeruhátíð og um leið botninn sleginn í námskeiðið þetta skólaárið með kynningu nemenda á verkefnum sínum fyrir foreldra og kennara.

Sólrún ráðin framkvæmdastýra Veitna

11. apríl 2022 - 12:46

Stjórn Veitna hefur ráðið Sólrúnu Kristjánsdóttur í starf framkvæmdastýru Veitna og tekur hún formlega við starfinu 1. maí næstkomandi. Sólrún, sem er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Copenhagen Business School, gegnir nú starfi framkvæmdastýru Mannauðs og menningar hjá OR og er varaformaður stjórnar Veitna.

Lægsta verð á raforkudreifingu er hjá Veitum

08. apríl 2022 - 11:39

Lægsta verð á raforkudreifingu fæst hjá Veitum sem dreifa rafmagni Í Reykjavík, í Kópavogi, í austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á Akranesi. Þetta kemur fram í útreikningum Orkustofnunar sem gerðir voru að beiðni Byggðarstofnunar á raforkunotkun og húshitun á sambærilegum fasteignum á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.

Innviðir fyrir hleðslu rafbíla byggðir upp í Mosfellsbæ

05. apríl 2022 - 14:41

Veitur og Mosfellsbær hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu innviða fyrir hleðslu rafbíla í bænum. Markmiðið er að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla þeim til afnota sem síður geta  komið slíkum búnaði upp heima fyrir sem og starfsfólk Mosfellsbæjar.

Málþing um bætta orkunýtingu bygginga

31. mars 2022 - 15:39

Veitur og Grænni byggð buðu í dag til málþings um bætta orkunýtingu bygginga. Á þinginu héldu 10 fyrirlesarar frá fyrirtækjum og stofnunum fróðleg erindi er fjölluðu um bætta nýtingu orku út frá ýmsum sjónarhornum, svo sem reglugerðum, hönnun, orkusparandi snjallkerfum og öðrum lausnum.

Veitur reka hitaveitur víða á suðvesturhorni landsins sem þjóna um 70% landsmanna. Mikil aukning hefur verið í notkun á heitu vatni undanfarin ár og gera spár ráð fyrir að hún muni aukast gríðarlega á næstu árum og áratugum. 

Þetta kemur allt með kalda vatninu

08. mars 2022 - 11:02

Út er komin barnabókin Miðbæjarrottan - Þetta kemur allt með kalda vatninu eftir Auði Þórhallsdóttur. Sagan fjallar um miðbæjarrottuna Rannveigu sem lendir í því einn morguninn að það er vatnslaust og án vatns getur hún ekki þvegið sér, sturtað niður úr klósettinu eða hellt upp á kaffi. Hún fer á stúfana til að leysa þetta vandamál og kemst að því hversu mikil forréttindi það eru að hafa rennandi vatn í krananum. 

Bókin bendir á hversu dýrmæt auðlind vatnið er en segir okkur einnig frá lífinu í Reykjavík fyrir daga vatnsveitunnar. 

Framkvæmdastjóri Veitna lætur af störfum

02. mars 2022 - 15:20

Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, hefur látið af störfum.

Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður hitaveitu, Jón Trausti Kárason forstöðumaður vatns- og fráveitu og Jóhannes Þorleiksson forstöðumaður rafveitu munu skipta með sér verkum framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur til starfa.

Stefnt er að því að auglýsa starf framkvæmdastjóra á næstu dögum.

Stjórn Veitna þakkar Gesti fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á þeirri miklu umbreytinga og straumlínu vegferð sem fyrirtækið hefur verið í frá því hann hóf störf í ágúst 2019.

Miklar truflanir í veitukerfum

25. febrúar 2022 - 16:51

Miklar truflanir hafa verið nú síðdegis á veitukerfum Veitna. Orsakast þær af höggi á rafdreifikerfið og spennufalli í kerfi Landsnets vegna óveðurs og eldinga.  

Nær allar dælur Veitna, í vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu, allt frá Grundarfirði og austur á Hvolsvöll, stöðvuðust við þessar truflanir. Verið er að ræsa öll kerfi aftur og standa vonir til að heitt og kalt vatn  verði farið að streyma eðlilega á næstu klukkustund, allsstaðar þar sem er rafmagn. Nokkurt rafmagnsleysi er þó enn víða á Vesturlandi.