Reykjavíkurborg kaupir tvo hitaveitutanka í Öskjuhlíð

18. apríl 2018 - 15:38

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samning um kaup borgarinnar á tveimur hitaveitutönkum Veitna í Öskjuhlíð. Undirritunin fór fram í öðrum tankinum sem nýlega var tæmdur. Á sama tíma var undirritaður samningur á milli Reykjavíkurborgar og Perlu Norðursins um leigu á tankinum sem nýttur verður sem sýningarrými, nánar tiltekið sem stjörnuver þar sem himingeymurinn verður sýndur með nýjustu tækni. 

Endurálagning vatnsgjalds

18. apríl 2018 - 15:22

Nú hafa verið gefnir út nýir álagningarseðlar vegna endurálagningar vatnsgjalds fyrir árið 2018. Gjaldið lækkar hjá notendum flestra vatnsveitna Veitna í kjölfar góðrar rekstrarniðurstöðu á síðasta ári. Nýja álagningarseðla má sjá inni á Mínum síðum

Hreinar strendur - alltaf, er markmiðið

09. apríl 2018 - 11:45

Veitur hafa sett sér það markmið að strendur borgarinnar verði ávallt hreinar. Til þess þarf að breyta hönnun fráveitukerfisins þannig að bilanir í því eða reglubundið viðhald leiði ekki til þess að losað sé beint í sjó úr dælu- eða hreinsistöðvum.

Á laugardag bárust Veitum upplýsingar um rusl úr fráveitukerfinu í grennd við dælustöð fyrirtækisins við Faxaskjól. Starfsfólk hóf hreinsun í gær og var verkinu fram haldið í morgun. Haft er samráð við Reykjavíkurborg vegna hreinsunarinnar.

Guðrún Erla stjórnarformaður Veitna

06. apríl 2018 - 13:17

Á aðalfundi Veitna ohf., dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, var þessu umfangsmesta veitufyrirtæki landsins skipuð ný stjórn. Nýr stjórnarformaður er Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og konur eru meirihluti stjórnarmanna fyrirtækisins í fyrsta sinn.

Nemar Tækniskólans í verklegu námi í Elliðaárdal

12. mars 2018 - 08:37

Nú á dögunum tók starfsfólk Veitna á móti 15 nemum í rafveituvirkjun í verklegt nám. Er það liður í samstarfi við Tækniskólann sem nú er til reynslu. Veitur útvega aðstöðu og fjóra starfsmenn en nemunum fylgja einnig kennarar þeirra úr Tækniskólanum. 

Kennslan fer fram í aðveitustöð og turninum í Elliðaárdalnum. Þar er loftlínustaur til staðar en að auki hefur verið komið upp helstu hlutum lítillar veitu, þ.m.t. háspennuskáp, þurrspenni og lágspenniskáp. 

Vatnsgjald lækkar víða hjá Veitum

08. mars 2018 - 19:15

Ákveðið hefur verið að vatnsgjald Veitna lækki hjá flestum vatnsveitum fyrirtækisins. Lækkunin verður 10% í stærstu veitunum – í Reykjavík og á Akranesi – og svo veltur hlutfallið á afkomu hverrar vatnsveitu Veitna. Þannig verður lækkunin lítið eitt minni í Grundarfirði en meiri í  Stykkishólmi.

Veitur og Reykjavíkurborg í samstarf um blágrænar ofanvatnslausnir

27. febrúar 2018 - 13:18

Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnir (BGO) í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni  á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitukerfi. Námskeið var haldið í liðinni viku. 

Borgin og Veitur feta nú í fótspor fjölda annarra borga sem vilja bæta stöðu sína til að takast á við loftslagsbreytingar, hreinsa vötn, ár og læki, gera borgir grænni og auka líffræðilegan fjölbreytileika þeirra. En þetta má gera með ýmsum útfærslum.

Aukin vatnsvinnsla í Vatnsendakrikum í Heiðmörk

16. febrúar 2018 - 15:05

Veitur áforma að virkja þrjár borholur sem þegar eru fyrir hendi í Vatnsendakrikum til viðbótar þeim sem fyrirtækið starfrækir í Vatnsendakrikum. Framkvæmdin er matsskyld og eru drög að tillögu að matsáætlun nú aðgengileg hér á vefnum. Núverandi vinnsla Veitna í Vatnsendakrikum er um 190 lítrar á sekúndu og hyggst fyrirtækið auka vatnstöku sína þar í skrefum í allt að 300 lítra á sekúndu að meðaltali fram til ársins 2030. Heildarnýting verður þá í samræmi við útgefið nýtingarleyfi Orkustofnunar.