Fréttir & upplýsingar | Veitur

Engin mengun mælist í borholum vatns í Heiðmörk

18. janúar 2018 - 12:13

Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Niðurstöðurnar sýna að eðlilegt ástand á neysluvatni Reykvíkinga. Sýnin voru tekin þann 15. janúar en 2-3 daga tekur að greina sýnin. Sýni eru nú tekin daglega og verður svo áfram næstu daga. Niðurstöður úr sýnatökum.

Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt

16. janúar 2018 - 13:43

Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir hefur sent frá sér fréttatilkynningu:

Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt

Fundur var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir þann 16.1.2018. Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknis, heilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins.

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

15. janúar 2018 - 19:14

UPPFÆRT

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Til að gæta ítrustu varkárni mælir það þó með að íbúar ákveðinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.

Fjölgun gerla en vatnið í lagi

11. janúar 2018 - 14:29

Í dag varð ljóst að gerlafjöldi í neysluvatnssýnum sem starfsmaður Veitna tók í Heiðmörk nú í vikunni var yfir mörkum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur að vatnið sé öruggt til neyslu.

Nýjar verðskrár Veitna

01. janúar 2018 - 12:36

Dreifikostnaður rafmagns hjá Veitum lækkar lítillega nú um áramótin. Ástæðan er lækkun flutningshluta verðsins, sem Veitur innheimta fyrir Landsnet. Veitur lækkuðu sinn hluta verðsins 1. janúar 2017 um 5,8% og aftur 1. nóvember um 7,5% en í millitíðinni hafði flutningshlutinn reyndar hækkað. Lækkunin nú nemur tveimur aurum á hverja kílóvattstund.

Fráveitusjá Veitna komin á vefinn

29. desember 2017 - 14:27

Veitur hafa sett Fráveitusjá á vef fyrirtækisins. Þar er hægt að sjá hvort verið sé að hleypa óhreinsuðu skólpi í sjó um neyðarlúgur dælu- eða hreinsistöðva í Reykjavík. Einnig eru upplýsingar um hvenær og hversu lengi neyðarlúgurnar voru síðast opnar í viðkomandi stöð. Í  dælu- og hreinsistöðvum er búnaður sem sendir boð þegar neyðarlúga er opnuð eða henni er lokað og flytjast upplýsingarnar í Fráveitusjána á vefnum svo til samstundis.

Blesgæs sást á brunnsvæði Veitna

28. desember 2017 - 14:43

Blesgæs sást í fyrsta skipti í nóvember 2017 á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni þeirra. Hafsteinn Björgvinsson, umsjónarmaður vatnsverndarsvæðanna,hefur frá árinu 1998 tekið saman ítarlegar skýrslur yfir tegundir og fjölda fugla og spendýra sem sjást þar á hverju ári. Blesgæsin hafði stutta viðdvöl við Hrauntúnstjörn í nóvember. Blesgæsir hafa sést á engjunum við Elliðavatn en þær hafa viðdvöl á Íslandi vor og haust á leið sinni til og frá Grænlandi.

Met í heitavatnsnotkun í nóvember

05. desember 2017 - 15:21

Aldrei hefur meira verið notað af vatni úr hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu í nóvembermánuði en nú í ár. Mánuðurinn var enda frekar kaldur og stormasamur undir lokin. Um 90% af heita vatninu fer til húshitunar og í nóvember runnu tæpir níu milljarðar lítra af heitu vatni inn í hús frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Það er 15% meira magn en sama mánuð í fyrra.  

Hollráð

Slökkvum alveg á sjónvarpstækjum, tölvum og skjáum eftir notkun – ekki setja á „stand-by“