Miklar sveiflur í vatnsnotkun á leikdegi

17. júní 2018 - 15:07

Miklar sveiflur voru í notkun á köldu vatni hjá viðskiptavinum Veitna í Reykjavík í gær þegar leikur Íslands og Argentínu fór fram á HM í Rússlandi.Leikurinn hafði mikil áhrif á vatnsnotkunina megnið af deginum. Lesa má áhugaverðar upplýsingar um hegðun og atferli borgarbúa úr skráningu á því magni sem fór í gegnum vatnsveituna frá því kl. 09:00 um morguninn og fram eftir degi. Dökka línan sýnir notkun laugardaginn 9. júní og ljósbláa svæðið notkunina í gær. 

Vatnsveituframkvæmdir meðfram Kringlumýrarbraut

07. júní 2018 - 15:25

Þessi frétt verður uppfærð eftir því sem framkvæmdum vindur fram.

--------

Upphafleg frétt 7. júní 2018:

Í byrjun næstu viku hefjast framkvæmdir á vegum Veitna og Reykjavíkurborgar vegna endurnýjunar á stofnlögn vatnsveitu, gerð hjóla- og göngustíga og hljóðveggjar meðfram Kringlumýrarbraut vestanverðri, á kafla milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Framkvæmdir munu standa fram á haust.

Ný hreinsistöð í Borgarnesi - tímamót í fráveiturekstri Veitna

05. júní 2018 - 10:28

Í dag, þriðjudaginn 5. júní, verður formlega tekin í notkun ný hreinsistöð fráveitu Veitna í Borgarnesi. Borgarbyggð kemst þar með í hóp þeirra sveitarfélaga þar sem stærstu byggðarkjarnar uppfylla kröfur um skólphreinsun því fyrir eru fjórar lífrænar hreinsistöðvar Veitna í uppsveitum þessa eins víðfeðmasta sveitarfélags landsins.

Bylting í umhverfismálum Akurnesinga - ný skólphreinsistöð

16. maí 2018 - 13:07

Ný hreinsistöð skólps verður tekin í notkun á Akranesi í dag og bætist bærinn þar með í hóp þeirra sveitafélaga sem uppfylla kröfur um skólphreinsun samkvæmt reglugerð. Á næstu vikum taka Veitur formlega í notkun nýja skólphreinsistöð í Borgarnesi.Með hreinsistöðinni er stigið stórt skref í umhverfismálum Akurnesinga. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um 8 meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð.

Stelpur úr 9. bekk kynntu sér tækni hjá Veitum

07. maí 2018 - 10:11

Á dögunum fengu Veitur góða heimsókn stelpna úr 9. bekk grunnskóla sem vildu kynna sér starfsemina. Heimsóknin var hluti af verkefnnu Stelpur og tækni þar sem Háskólinn í Reykjavík, ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins, hvetur konur til náms í tæknigreinum. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Fyrsti stóri sendibíll landsins sem knúinn er rafmagni

27. apríl 2018 - 08:50

Veitur hafa fengið afhentan nýjan sendibíl sem einungis er knúinn rafmagni. Billinn er af gerðinni Iveco og er fluttur inn af Kraftvélum í Kópavogi. Er bíllinn fyrsti rafknúni sendibíllinn í þessum stærðarflokki hér á landi og munu vinnuflokkar í viðhaldsþjónustu nota hann í verkefnum út um alla borg. 

Nýr svæðisstjóri Veitna

23. apríl 2018 - 09:55

Dóra Lind Pálmarsdóttir hefur verið ráðin sem svæðisstjóri Veitna á höfuðborgarsvæðinu. 

Dóra Lind útskrifaðist með BSc próf í byggingatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Hún les nú til meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ með áherslu á opinbera stjórnsýslu. Frá því Dóra Lind lauk námi í byggingatæknifræði starfaði hún sem lagnahönnuður hjá verkfræðistofunni Verkís 2016-2018 og hjá Eflu verkfræðistofu 2012-2016. Þar áður var hún hjá Ístaki, sem öryggisstjóri í jarðgangnagerð í Noregi og gæðastjóri í stækkunarverkefni Ísals.  

Reykjavíkurborg kaupir tvo hitaveitutanka í Öskjuhlíð

18. apríl 2018 - 15:38

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samning um kaup borgarinnar á tveimur hitaveitutönkum Veitna í Öskjuhlíð. Undirritunin fór fram í öðrum tankinum sem nýlega var tæmdur. Á sama tíma var undirritaður samningur á milli Reykjavíkurborgar og Perlu Norðursins um leigu á tankinum sem nýttur verður sem sýningarrými, nánar tiltekið sem stjörnuver þar sem himingeymurinn verður sýndur með nýjustu tækni.