Reykjavíkurborg kaupir tvo hitaveitutanka í Öskjuhlíð
18. apríl 2018 - 15:38
Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samning um kaup borgarinnar á tveimur hitaveitutönkum Veitna í Öskjuhlíð. Undirritunin fór fram í öðrum tankinum sem nýlega var tæmdur. Á sama tíma var undirritaður samningur á milli Reykjavíkurborgar og Perlu Norðursins um leigu á tankinum sem nýttur verður sem sýningarrými, nánar tiltekið sem stjörnuver þar sem himingeymurinn verður sýndur með nýjustu tækni.