Fréttir & upplýsingar | Veitur

Tafir á borframkvæmd við Laugaland

18. október 2017 - 09:42

Eins og kunnugt er eru Veitur að bora eftir heitu vatni í landi Götu við Laugaland. Verklok hafa tafist af ófyrirsjáanlegum aðstæðum. Núverandi dýpi holunnar er 975m en áætlað er að bora niður á 1800m dýpi. 

Á meðan borframkvæmd stendur er ekki hægt að nýta nærliggjandi vinnsluholu. Þar af leiðandi mun verða óbreytt staða á hitastigi vatns á meðan borframkvæmd stendur. Búist er við því að um þrjár vikur séu eftir af bortíma og að honum loknum verður vinnsluholan ræst að nýju.

Meðfylgjandi mynd er af bornum Óðni á verkstað. 

Prófanir hefjast á skólphreinsistöð í Borgarnesi

09. október 2017 - 19:27

Á morgun, þriðjudaginn 10. október, hefst gangsetning á nýrri skólphreinsistöð Veitna í Borgarnesi. Stöðin er bylting í fráveitumálum í bænum en hún mun taka við öllu skólpi, sem hingað til hefur runnið óhreinsað í sjó í gegnum nokkrar útrásir í bænum, hreinsa það og dæla um 600 m. út í fjörðinn. Áður en hægt er að setja hreinsistöðina í gang þarf að ganga úr skugga um að yfirfall hennar virki sem skildi. Því mun óhreinsað skólp fara í sjó við hreinsistöðina í Brákarey í stuttan tíma.

Unnið að gangsetningu skólphreinsistöðvar á Kjalarnesi

22. september 2017 - 10:42

Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á hreinsistöð á Kjalarnesi. Rekstur stöðvarinnar er stórt og langþráð framfaraskref í fráveitumálum Kjalnesinga og með henni verða öll íbúðarhverfi Reykjavíkur tengd skólphreinsistöðvum.

Á miðvikudaginn var um helmingur íbúahverfisins (austurhlutinn) tengdur frá rotþró og yfir á nýja fráveitukerfið.

Fjölbreytt nám í Iðnum og tækni í vetur

19. september 2017 - 09:53

Iðnir og tækni, sem er samstarfsverkefni OR samstæðunnar og Árbæjarskóla, er nú starfrækt þriðja veturinn í röð. Um er að ræða valáfanga í 10. bekk Árbæjarskóla sem hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Einnig eru þeir fræddir um þær lífæðar samfélagsins sem vatn, rafmagn og fráveita eru og þeir öðlast þekkingu á umhverfismálum er snúa að auðlindum okkar og nýtingu þeirra. 

Vinna hafin við nýja borholu á Laugalandi

11. september 2017 - 15:42

Vinna við borun nýrrar borholu á Laugalandi í Holtum er hafin. Væntingar eru um að finna heitt vatn og auka þannig nýtanlegan forða Rangárveitna. Í tengslum við borunina verður nú um miðjan mánuð slökkt á dælingu úr nærliggjandi vinnsluholu í þeim tilgangi að tryggja afkastagetu hennar. Búast má lægra hitastigi á vatni hjá viðskiptavinum Rangárveitna austan Laugalands, þar með talið á Hellu og Hvolsvelli. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi mikil áhrif hjá viðskiptavinum. Gert er ráð fyrir að borunin taki um fjórar vikur og verður vinnsluholan gangsett aftur að borun lokinni.

Verulega þrengt að umferð um Kringlumýrarbraut - uppfært 21. sept.

07. september 2017 - 15:32

Uppfært 22. september

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú er framkvæmdunum að ljúka. Í gær var malbikað og umferð hleypt á þær akgreinar sem lokaðar hafa verið, fjórum dögum á undan áætlun. Við erum hæstánægð með það.

Eftir er að steypa kanta og ganga frá miðeyjunni og þess vegna mun þurfar þrengja götuna örlítiðog áfram er unnið í grasinu við hliðin á beygjuakrein til austurs og verður sú akrein einnig þrengd eða lokuð. Þetta eru minniháttar þrengingar miðað við síðustu viku þannig að þær ættu að hafa lítil áhrif á umferð.

Endurnýjun vatnslagnar við og yfir Kringlumýrarbraut

01. september 2017 - 09:17

Nú er hafin framhaldsvinna við endurnýjun stofnlagnar kalda vatnsins frá lokahúsi við Stigahlíð 33A yfir Kringlumýrarbraut. 

Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka rekstraröryggi vatnsveitunnar og koma til móts við aukna þörf á köldu vatni í vesturhluta borgarinnar, m.a. til brunavarna. Þessi áfangi endurnýjunarinnar mun fara fram á tímabilinu frá ágústlokum fram í miðjan nóvember. 

Ný borhola á Laugalandi í Holtum

28. ágúst 2017 - 16:30

Nú í september hefst borun nýrrar borholu á Laugalandi í Holtum en væntingar eru um að hægt verði að finna heitt vatn og auka þannig nýtanlegan forða í Rangárveitum. Fyrir eru Veitur með tvær virkjaðar holur á Laugalandi.

Jarðboranir sjá um verkið fyrir hönd Veitna og nýta til þess jarðborinn Óðinn. Verið er að ljúka við uppbyggingu borstæðis sem verður burðarlag undir bor og athafnasvæði verktaka. Eins og fyrr segir er stefnt að því að byrja að bora fyrstu vikuna í september og að borun verði lokið í byrjun október. Unnið verður á vöktum og borað allan sólarhringinn. 

Hollráð

Látum fagmann stilla hitakerfið