Jón Trausti tekur við vatns- og fráveitu Veitna

07. janúar 2022 - 11:12

Jón Trausti Kárason hefur verið ráðinn forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum en fyrirtækið er umfangsmest á því sviði hér á landi.

Jón Trausti er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og er þar að auki með bakkalárgráðu í vélatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í vélvirkjun.

Undanfarin tvö ár hefur Jón Trausti starfað sem verkefnastjóri fjárfestingarverkefna hjá Veitum, en starfaði áður hjá Lotu verkfræðistofu og þar áður í kjötiðnaðarsetri Marel.

Skýrsla um fugla og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur

03. janúar 2022 - 15:46

Út er komin skýrslan Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur en í henni er að finna ýmsan fróðleik um fugla og spendýr á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni. Þetta er í 26. skýrslan af þessum toga en mikilvægt er að halda til haga upplýsingum um fjölda og tegundir þeirra fugla og spendýra sem hafast við á svæðinu.  Miklar breytingar hafa orðið á dýralífi í Heiðmörk frá því snemma á níunda áratugnum og hafa m.a. nokkrar nýjar tegundir þar búsetu eða viðdvöl og oft koma þar við tegundir sem eru sjaldséðar hér á landi.

Breytingar á gjaldskrám Veitna

02. janúar 2022 - 15:23

Nú um áramótin verða breytingar gerðar á gjaldskrám Veitna sem eru undir nánu eftirliti hins opinbera vegna þar sem um er að ræða þjónustu sem rekin er á sérleyfi. Gjaldskrá vatnsveitu, þ.e. fastagjald og fermetragjald, verður óbreytt. Gjaldskrá vatnsveitunnar hefur lækkað um 21% að raungildi frá árinu 2014 þegar Veitur voru stofnaðar.

Gjaldskrá rafveitu, dreifingarhlutinn, hækkar um 7% nú um áramótin. Á undanförnum árum hefur gjaldskrá rafveitunnar verið lækkuð umtalsvert og er raunlækkun frá árinu 2014 er um 20% að teknu tilliti til hækkunar nú um áramót.

Bilun í dælu hjá Rangárveitum

02. janúar 2022 - 10:48

Í gær kom upp bilun í dælu í Rangárveitum sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Af þeim sökum er lægri þrýstingur á kerfinu á öllu veitusvæðinu.

Búið er að takmarka afhendingu á heitu vatni til stórnotenda en afar mikilvægt er að allir viðskiptavinir Rangárveitna noti eins lítið heitt vatn og mögulegt er á meðan á viðgerð stendur. Takist að draga úr notkun getur það komið í veg fyrir að fara þurfi í kerfisbundnar lokanir á veitusvæðinu.

Staldraðu við!

07. desember 2021 - 13:35

Í dag var þeim áfanga fagnað hjá Veitum að starfsfólk og verktakar hjá fyrirtækinu hafa notað Staldraðu við appið 10.000 sinnum. Staldraðu við er áhættumat sem framkvæmt er í snjalltæki á verkstað þar sem farið er yfir helstu hættur í verkinu og hvaða ráðstafanir má nota til að auka öryggi allra sem að koma. Til að halda upp á þessa miklu notkun á því öryggistæki sem appið er var starfsfólki á öllum starfstöðvum Veitna boðið upp á bollakökur af bestu sort.  

Sigríður leiðir snjallvæðingu og stafræna þróun hjá Veitum

02. desember 2021 - 11:23

Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem leiðtogi Snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum. Hún hefur starfað hjá Veitum síðastliðin þrjú ár við þróun og innleiðingu hermilíkana og stafrænna tvíbura af dreifikerfum Veitna. 

Fylgst með ástandi strandsjávar vegna lokunar hreinsistöðvar

28. október 2021 - 11:33

Viðhald á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust gengur samkvæmt áætlun en það hófst 20. október og stendur yfir í þrjár vikur. Eins og búast mátti við mælist mengun við strendurnar í kringum Ánanaustin yfir viðmiðunarmörkum en ástand sjávar við Skerjafjörð og Nauthólsvík er eðlilegt enn sem komið er.

Allt að 10,7% lækkun á tengigjöldum heimlagna

27. október 2021 - 12:54

Veitur munu lækka gjaldskrá fyrir tengingar heimlagna til nýrra viðskiptavina hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu. Lækkunin nemur frá 2,2% til 10,7%. Breytingin tekur gildi í byrjun desember. 

Nýja gjaldskráin felur í sér 8% lækkun á tengingum hitaveituheimlagna, tenging vatnslagna lækkar um 10% og rafmagns um 2,2% - 10,7% en þar eru gjöld mismunandi eftir stærð tenginga.