Fréttir & upplýsingar | Veitur

Nýir spennar í aðveitustöð A1 við Barónsstíg

14. júní 2017 - 10:50

Vegna aukins álags á rafdreifikerfið í miðborginni er unnið að því að auka spennaafl í aðveitustöð A1 við Barónsstíg (við hliðina á Sundhöll Reykjavíkur). Aðveitustöðin er ein af lykil aðveitustöðvum Veitna og þjónar m.a. miðbæjarsvæði Reykjavíkur. Settir verða upp tveir 40 MVA aflspennar í staðinn fyrir tvo 25 MVA spenna. Nýir spennar voru keyptir af spennaframleiðandanum Koncar í Króatíu eftir opið útboð og eins og sjá má á myndinni eru þeir engin smásmíði, vega hvor um sig um 70 tonn. Auk nýrra spenna verður sett upp 12 kV 2500 A RITZ skinnukerfi sem er nýtt í aðveitustöðvum.

Prófanir kerfa hafnar í nýrri hreinsistöð skólps á Akranesi

13. júní 2017 - 13:44

Framkvæmdum við nýja hreinsistöð skólps á Akranesi er nú að mestu lokið og byrjað er að hleypa á hana skólpi. Tæknimenn Veitna vinna nú hörðum höndum að prófun kerfa og fínstillingu þeirra með starfsfólki Varma- og vélaverks og Verkfræðistofunnar Eflu.

Vinna að hefjast við Reykjaæðar í Ártúnsholti

24. maí 2017 - 14:04

Innan skamms hefjast framkvæmdir við seinni áfanga endurnýjunar Reykjaæða, stofnlagna hitaveitu, í Ártúnsholti. Um er að ræða um 500 m kafla frá mörkum byggðarinnar í Ártúnsholti að vestanverðu að austurenda hitaveitustokka yfir Elliðaárnar (sjá meðfylgjandi yfirlitsmynd framkvæmda). Framkvæmdir fyrri áfanga fóru fram á síðasta ári en þá voru endurnýjaðar lagnir frá gatnamótum Höfðabakka og Strengs, í gegnum byggð á Ártúnsholtinu og að Silunga- og Urriðakvísl.

Konur aðeins 12% stjórnenda orkufyrirtækja

03. maí 2017 - 14:36

Áhrifa kvenna innan orku- og veitufyrirtækja gætir langmest hjá Veitum, dótturfyrirtækis OR. Þetta er niðurstaða úttektar Ernst & Young fyrir Konur í orkumálum.

Inga Dóra eina konan

Eru snjallmælar það sem koma skal?

05. apríl 2017 - 15:43

Það er ekki spurning hvort Veitur taki upp snjallmæla heldur einungis hvenær. Þetta kom fram í máli Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR á opnum ársfundi samstæðunnar í vikunni. Hann segir snjallmæla koma til með að valda byltingu í stjórnun orkukerfa og því séu Veitur að skoða fýsileika þess að skipta út eldri mælum. Snjallmælar eru tölvur og þeim fylgir samskiptakerfi sem flytur boð á milli mæla og miðlægs tölvubúnaðar. Boðin geta flust þráðlaust í gegnum farsímakerfið, eða með útvarpsbylgjum eða í gegnum víra, þ.e. ljósleiðara eða raflínur. Upplýsingunum er svo safnað í gagnagrunna. 

Starfsfólk safnaði fyrir vatnsveitu í Sýrlandi

29. mars 2017 - 11:32

Starfsfólk Veitna afhenti UNICEF í gær afrakstur söfnunargöngu starfsfólks OR samstæðunnar á Bæjarhálsi. Heildarupphæðin var 227.000 krónur og mun UNICEF koma peningnum til Aleppo í Sýrlandi þar sem hann verður notaður til að byggja upp vatnsveitu. Gangan var hluti af árvekniátaki Veitna meðal starfsfólks í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins. 

Genginn var svokallaður stífluhringur í Elliðaárdal og er sá hringur c.a. 4 km sem er svipuð vegalengd og margir þurfa að ganga daglega eftir neysluvatni og minnir það á að gott aðgengi að hreinu neysluvatni er ekki sjálfgefið. 

Hlýindi - minni heitavatnsnotkun

24. mars 2017 - 14:03

Íslensk heimili nota árlega að meðaltali 4-5 tonn af heitu vatni á hvern fermetra. Um 90% fara í húshitun en um 10% í bað, sturtu, þrif, uppvask og svo framvegis.

Vegna hlýinda undanfarið erum við hjá Veitum farin á sjá minni notkun viðskiptavina okkar á heitu vatni. Það þýðir að margir af viðskiptavinum okkar fá lægra uppgjör en áður og í framhaldinu lægri áætlunarreikninga vegna heita vatnsins.

Hollráð

Setjum ekki sófa fyrir framan ofna - það gæti blekkt hitaskynjara