Gangi veðurspár eftir gæti eftirspurnin eftir heitu vatni orðið 20.000 rúmmetrar á klukkustund. Vegna álags á hitaveituna gætu íbúar á einhverjum svæðum höfuðborgarsvæðisins fundið fyrir lækkun á þrýstingi en Veitur forgangsraða alltaf til húshitunar.
Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, athuga með þéttingar á gluggum og hurðum, tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.
Veitur héldu sitt fyrsta Nýsköpunarfestival 3.-5. júni þar sem hópur skapandi fólks tókst á við áskoranir í orku- og veitumálum.
Nýsköpun í verki sem er bæði umhverfisvænni og hagkvæmari en hefðbundin endurnýjun.