Álag á hita­veituna um helgina

Veðurspár gera ráð fyrir miklum kulda um helgina og gætum við því átt von á mikilli notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu.

Gangi veðurspár eftir gæti eftirspurnin eftir heitu vatni orðið 20.000 rúmmetrar á klukkustund. Vegna álags á hitaveituna gætu íbúar á einhverjum svæðum höfuðborgarsvæðisins fundið fyrir lækkun á þrýstingi en Veitur forgangsraða alltaf til húshitunar.

Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, athuga með þéttingar á gluggum og hurðum, tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.

Hvernig getum við aðstoðað þig?