Veðurspár benda til mikillar kuldatíðar í vikunni ásamt vindi sem mun hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni sérstaklega á svæði Rangárveitna. Rangárveitur sjá Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni og munum við þurfa að skerða heitt vatn til ákveðinna stórnotenda þar. Það þýðir að sundlaugarnar á Laugalandi, Hellu og Hvolsvelli verða lokaðar frá og með miðvikudeginum 14. desember á meðan á kuldakastinu varir. Vonandi mun þetta ganga yfir á nokkrum dögum.
Sem fyrr hvetjum við fólk almennt, en þó sérstaklega á svæði Rangárveitna, til að fara vel með heita vatnið, ekki kynda híbýli sín óþarflega mikið og hafa glugga lokaða.
Samorka býður til opins fundar um vatnsauðlindina miðvikudaginn 22. október kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica.
Veitur, ásamt Orkuveitunni og Carbfix hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórn fyrirtækjanna.