Breyt­ingar á verð­skrám Veitna 2024

Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn.

Breytingar verða á flestum gjöldum sem hafa í för með sér að meðalheimilið (100 m2 íbúð) greiðir 796 kr. meira á mánuði fyrir heitt og kalt vatn og fráveitu eða 9.546 kr. á ári.

Samfélagið er að vaxa og því fylgja umfangsmiklar veituframkvæmdir, auk þess sem orkuskiptunum fylgja töluverðar framkvæmdir. Nauðsynlegt er að gera breytingar á verðskránni til að standa undir framkvæmdunum svo hægt sé að tryggja orkuskipti og örugga afhendingu rafmagns og vatns til allra.

Raforka
Gjöld vegna dreifingar og önnur gjöld raforku hækka um 3,2%. Þá er hækkun á flutningsgjaldi 13% en jöfnunargjald helst óbreytt. Breytingarnar hafa í för með sér að meðalheimili greiði kr. 267 meira á mánuði eða sem nemur kr. 3.198 á ári fyrir dreifingu og önnur gjöld raforku.
Rétt er að taka fram að verð fyrir raforkudreifingu er oft um helmingur rafmagnskostnaðar heimila. Aðrir liðir á rafmagnsreikningnum eru flutningsgjald sem Landsnet fær og svo opinber gjöld, jöfnunargjald og virðisaukaskattur. Söluhluti rafmagns kemur fram á reikningi frá söluaðila.

Heitt vatn
Verðskrá Veitna fyrir heitt vatn hækkar um 2,58%.

Kalt vatn
Álögð vatnsgjöld hækka um 5,63% og byggist sú hækkun á breytingum á 12 mánaða byggingavísitölu. Notkunargjöld fyrirtækja hækka um 0,78% í samræmi við 3 mánaða byggingarvísitölu.

Fráveita

Álögð fráveitugjöld hækka um 5,63%.

Almenn þjónustugjöld hjá Veitum hækka um 7,90% í samræmi við neysluvísitölu.

Hvernig getum við aðstoðað þig?