Endur­nýtum orkuna úr eldhúsinu

Orkan úr eldhúsinu er nýtt samvinnuverkefni Veitna og Sorpu sem miðar að því að endurnýta afgangsolíu úr eldhúsinu og vernda lagnir heimilisins.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú safnað afgangs matarolíu og fitu á heimilum sínum og skilað á næstu endurvinnslustöð Sorpu þar sem orkan í olíunni öðlast framhaldslíf.

Vissir þú að olía á ekki heima í eldhúsvaskinum?

Olía og fita geta valdið stíflum í lögnum heimilisins. Öll olía sem við notum í eldhúsinu býr yfir orku sem hægt er að endurnýta, t.d. steikingarolía, olía úr ostakrukkum og djúpsteikingarfeiti.

Best er að safna olíunni á flöskur eða plastbrúsa og koma henni á næstu endurvinnslustöð Sorpu.

Matarolían er send til hreinsunar og þaðan til íslenska fyrirtækisins Orkeyjar og hreinsuð olía síðan notuð í íslenskum sjávarútvegi. Matarolían er fyrirtaks endurvinnsluefni.

Látum ekki dýrmætt efni og orkuna í eldhúsinu fara til spillis heldur komum henni á Sorpu og verndum lagnirnar okkar í leiðinni. Nánar hér.

Mikilvægt fyrir hringrásarhagkerfið og veitukerfið

Vistorka ásamt Veitum og SORPU fengu styrk haustið 2022 úr hringrásarsjóðnum til að koma verkefninu af stað, með stuðningi frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.

Þetta er afar mikilvægt verkefni fyrir umhverfið, hringrásarhagkerfið og einnig fyrir fráveitukerfið og lagnir í húsum.

Stutt kynnignarmyndband

Stutt kynnignarmyndband

Hvernig getum við aðstoðað þig?