Íbúafundur var haldinn í Hveragerði 14. maí Í Skyrgerðinni.
Pétur Georg Markan bæjarstjóri opnaði fundinn og fjallaði um samstarfið við Veitur í Hveragerði. Hann notaði tækifærið og þakkaði Veitum fyrir aðstoðina til að takast á við áskoranir í neysluvatni bæjarins.
Sólrún framkvæmdastýra hélt kynningu á starfsemi Veitna í Hveragerði þar sem fyrirtækið rekur hitaveitu sem er að mörgu leyti einstök. Hún fór vel yfir helstu áskoranir hitaveitu í sveitarfélaginu og að lokum var opnað fyrir spurningar úr sal og myndaðist góð umræða.
Þann 27. maí er fyrirhugað að halda íbúafund í Ölfusi með sama sniði. Þá er stefnt að því að halda sambærilega fundi á Akranesi og Borgarnesi og halda svo áfram inn í haust og vetur með fleiri slíka fundi í ljósi góðrar reynslu af þeim fyrsta.

Pétur og Dagný Sif frá Hveragerðisbæ með Sólrúnu, Hauki og Bjarna frá Veitum.

Aukið afhendingaröryggi með gögnum frá snjallmælum

Reykjavíkurborg og Veitur stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2026. Verkin sem urðu fyrir valinu eru ...