Veitur og Reykjavíkurborg bjóða upp á opinn hádegisfund þann 21. mars í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins. Hvernig getum við tryggt aðgengi að hreinu neysluvatni til framtíðar?
Fundurinn verður haldinn í Elliðaársstöð, á nýja veitingastaðnum Elliða frá kl. 12:00-13:30. Verið öll velkomin!
Fundarstjóri er Sandra Barilli.
Dagskrá:
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri opnar fundinn
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna. Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar.
Andri Snær Magnason. Hugleiðing á öld vatnsins.
Pallborðsumræður:
Auk Sólrúnar og Andra Snæs taka Sigrún Tómasdóttir auðlindaleiðtogi vatns hjá Orkuveitunni og Harpa Þorsteinsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála hjá borginni þátt í umræðunum.
Boðið verður upp á veitingar á fundinum og honum verður streymt. Vinsamlegast merkið við "going" ef þið stefnið á að mæta svo við getum gert ráð fyrir réttum fjölda í veitingum.
Vegna umfjöllunar um vatnsverndarsvæðin í Heiðmörk í Morgunblaðinu 17.apríl vilja Veitur koma eftirfarandi á framfæri.
Veitur bjóða til spennandi Nýsköpunarfestivals í Elliðaárstöð 3.- 5. júní. Opnað hefur verið fyrir skráningu.