Veitur boða til íbúafundar í Hveragerði til að eiga samtal við bæjarbúa um þjónustu fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Skyrgerðinni miðvikudaginn 14. maí kl. 20-22.
Pétur Georg Markan bæjarstjóri Hveragerðis opnar fundinn og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir starfsemi fyrirtækisins á svæðinu.
Fundurinn er öllum opinn og nægur tími gefst til að svara spurningum úr sal.
Öll velkomin


Framundan eru boranir víða, frá Rangárþingi Eystra að Borg á Mýrum.

Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“