Jóla-Gústi er jólabrunahani Veitna sem settur er upp á aðventunni. Frá fæðingu hefur hann búið í Reykjavík fyrir jólin en nú skellti hann sér yfir sundin blá og heimsækir Skagamenn.
Sama dag og fyrsti jólasveinninn kom til byggða stilltu þeir Ágúst Heimisson (Gústi) og Fjölnir Fjalarsson starfsmenn Veitna honum upp við slökkvistöðina á Akranesi. Þar mun hann eflaust gleðja mörg fram að jólum og minna Skagamenn á mikilvægi brunavarna á heimilum.
Árlega endurnýja Veitur fjölda brunahana víðsvegar á veitusvæðum sínum. Gott samstarf er við slökkvilið á hverjum stað því mikilvægt er að brunahanar séu í lagi, á réttum stöðum og vel tengdir við góðar lagnir sem skaffa nægt vatn í slökkvistarf.
Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri á Akranesi var að vonum ánægður með komu Jóla-Gústa á Kalmansvelli og af því tilefni tók Magnús Magnússon hjá Skessuhorni þessa mynd.


Framundan eru boranir víða, frá Rangárþingi Eystra að Borg á Mýrum.

Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“