Kynn­ing­ar­fundur um gagn­virkt innkaupa­kerfi Veitna 21. mars

Við bjóðum til kynningarfundar á nýju gagnvirku innkaupakerfi Veitna.

Við bjóðum til kynningarfundar á nýju gagnvirku innkaupakerfi Veitna nr. VEGK-2024-01 vegna veitulagna, jarðvinnu og yfirborðsfrágangs, sem auglýst var þann 4. mars sl. Kynningafundurinn verður haldinn kl. 12:30 í ráðstefnusal Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 þann 21. mars.

Farið verður yfir hvað það þýðir að vera með gagnvirkt innkaupakerfi, hvaða verkefni falla þar undir, nýjungar sem þessu  fylgir, verktakamat, hvatagreiðslur og hvar tækifærin liggja til að gera betur svo eitthvað sé nefnt.

Helstu markmiðin með gagnvirku innkaupakerfi Veitna eru m.a. að auka skilvirkni fjárfestinga og minnka vinnu við útboðsgagnagerð og framkvæmd útboða. Umbuna verktökum sem standa sig vel, klára verk á tilsettum tíma og stuðla að góðu og skilvirku verktakamati sem tekur á gæðum skilatíma.

Boðið verður upp á léttar veitingar og eru áhugasöm beðin um að tilkynna komu sína með tölvupósti á utbod@or.is eigi síðar en 19. mars.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Hvernig getum við aðstoðað þig?