Við bjóðum til fundar um útboð á þjónustu og viðhaldi vegna veitukerfa Veitna sem auglýst var 11. nóvember.
Farið verður yfir nýjar áherslur í útboðsferlinu og tækifærin sem í þessu felast. Markmiðið er að samstarfsaðilar okkar geti veitt heildstæðar lausnir. Veitur vilja vera góður kaupandi á þjónustu og veita samstarfsaðilum aukinn fyrirsjáanleika og viðskiptavinum enn betri þjónustu.
Helstu markmið sem Veitur vilja ná fram:
- Samstarfsaðilar sem geta veitt heildarlausnir
- Aukinn fyrirsjáanleiki
- Að samningarnir nýtist bæði í fjárfestingarverkefnum og rekstrarverkefnum
- Hagkvæmni og skilvirkni
- Aukin gæði
- Sjálfbærni
- Veitur verði betri kaupendur að þjónustu
Í takt við stefnu Veitna
Þessar breyttu áherslur eru í takt við stefnu Veitna um að hafa frumkvæði að sjálfbærum lausnum með árangur samfélagsins að leiðarljósi. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar.
Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn
Boðið verður upp á léttar veitingar og eru áhugasöm beðin um að tilkynna komu sína með tölvupósti á utbod@or.is þannig að hægt sé að panta nauðsynlegt magn veitinga.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Nemar úr Listaháskólanum gera umhverfið notalegra með nýtingu afgangsvarma frá Veitum.
Við erum himinlifandi yfir að vera aftur komin í úrslit í stærstu þjónustukeppni Evrópu og í þetta sinn fyrir nýtingu gagna í þágu viðskiptavina.