Vel var mætt á viðburðinn „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu í gær af okkur í Orkuveitunni. Meðal annars fór Sævar Freyr Þráinsson forstjóri yfir nýjar áherslur Orkuveitunnar og tók þátt í pallborði.
Pallborðinu var stýrt af Einari Þorsteinssyni borgarstjóra Reykjavíkur og þar komu framkvæmdastjórar dótturfélaga Orkuveitunnar fram ásamt þeim Björk Brynjarsdóttur stofnanda Meltu og Kjartani Erni Ólafssyni framkvæmdastjóra Transition Labs.
Þá flutti cyborglistamaðurinn og framtíðarhugsuðurinn Neil Harbisson fyrirlesturinn „Tech for good“ við góðar undirtektir viðstaddra.
Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum hér.
Loftlínur í dreifikerfi rafmagns eru smám saman að hverfa úr umhverfinu á rafveitusvæðum Veitna og stefnt er að því að afleggja þær allar fyrir lok árs 2027. Í stað þeirra koma jarðstrengir sem hafa fjölmarga kosti umfram loftlínurnar.
Veitur hrepptu þriðja sætið í sínum flokki á Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards) sem haldin voru við hátíðlega athöfn í London 26. nóvember.