Rafveita Veitna í jólastuði

Jólin eru svo sannarlega tími ljóss og gleði.

Undanfarin ár höfum við sett niður hátíðarbrunahanann Jóla-Gústa á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur glatt bæði gesti og gangandi enda Jóla-Gústi einstaklega vinalegur og góðlegur brunahani.

En til að gleðja borgarbúa enn frekar ákváðum við í fyrra að pakka nokkrum vel völdum götuskápum (rafmagnskössum) inn í flottan Veitu-gjafapappír og endurtökum það nú í ár!

Í fyrra voru skáparnir fjórir talsins en í ár eru þeir fimmtán!

Í ár eru skáparnir staðsettir á Akranesi & Seltjarnanesi sem og í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ og Kópavogi 🎅🧑‍🎄

Hvernig getum við aðstoðað þig?