Vegna álags á hitaveitu Veitna í kuldatíðinni þurfa Veitur að skerða heitt vatn til sundlauganna á Akranesi og í Borgarnesi tímabundið. Þetta er gert til að tryggja að nægt heitt vatn sé til staðar fyrir húshitun á Vesturlandi ef kæmi til óvæntra bilana. Lokanirnar vara á meðan mesta frostið gengur yfir.
Veitur munu þann 27. mars næstkomandi hefja endurnýjun á búnaði í dælustöð fráveitu við Ingólfsstræti í Reykjavík.
Vegna hláku og úrhellis hefur neyðarlúga í skólpdælustöð fráveitu við Skeljanes verið talsvert opin undanfarna daga.