Í skýrslunni er að finna ýmsan fróðleik um fugla og spendýr á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni. Þetta er 28. skýrslan af þessum toga en mikilvægt er að halda til haga upplýsingum um fjölda og tegundir þeirra fugla og spendýra sem hafast við á svæðinu.
Miklar breytingar hafa orðið á dýralífi í Heiðmörk frá því snemma á níunda áratugnum og hafa m.a. nokkrar nýjar tegundir þar búsetu eða viðdvöl og oft koma þar við tegundir sem eru sjaldséðar hér á landi.
Helstu tíðindi af fuglalífinu árið 2023 voru að engar nýjar fuglategundir sáust en kúfönd, keldusvín, landsvölur og líklega bláheiðir sáust þetta árið.
Höfundur skýrslunnar er Hafsteinn Björgvinsson sem fyrst hóf störf við vatnsbólin í Heiðmörk árið 1984. „Hugsunin á bak við þetta rit er að nýta má það sem heimildir þegar fram líða stundir,“ segir Hafsteinn.
Skýrsluna er hægt að nálgast með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Við erum himinlifandi yfir að vera aftur komin í úrslit í stærstu þjónustukeppni Evrópu og í þetta sinn fyrir nýtingu gagna í þágu viðskiptavina.
Veitur vekja athygli á svikaskilaboðum þar sem viðtakendur eru beðnir að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.