Skýrsla um fugla og önnur dýr á vernd­ar­svæðum vatns­bóla Reykja­víkur

Út er komin skýrslan Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur fyrir árið 2022. Í henni er að finna ýmsan fróðleik um fugla og spendýr á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni.

Skýrsla um fugla og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur

Út er komin skýrslan Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur. Í henni er að finna ýmsan fróðleik um fugla og spendýr á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni. Þetta er 27. skýrslan af þessum toga en mikilvægt er að halda til haga upplýsingum um fjölda og tegundir þeirra fugla og spendýra sem hafast við á svæðinu.

Miklar breytingar hafa orðið á dýralífi í Heiðmörk frá því snemma á níunda áratugnum og hafa m.a. nokkrar nýjar tegundir þar búsetu eða viðdvöl og oft koma þar við tegundir sem eru sjaldséðar hér á landi.

Helstu tíðindi af fuglalífinu árið 2022 voru að hvinönd og kúfönd létu sjá sig en þær hafa þó sést áður. Heiðargæs er eini nýi fuglinn en hún telst ekki sem flækingsfugl og hefur oft sést á flugi.

Höfundur skýrslunnar er Hafsteinn Björgvinsson sem fyrst hóf störf við vatnsbólin í Heiðmörk árið 1984. „Hugsunin á bak við þetta rit er að nýta má það sem heimildir þegar fram líða stundir,“ segir Hafsteinn.

Skýrsluna prýðir fjöldi mynda sem flestar eru úr fórum höfundar hennar en að auki eiga Yann Kolbeinsson, Guðmundur Geir, Hrafn Óskarsson og Sigmundur Ásgeirsson myndir í henni.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér

Hvernig getum við aðstoðað þig?