

Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda hefur verið nokkur umræða um skort á heitu vatni undanfarið. Vegna aukinnar notkunar þurfum við að finna leiðir til að framleiða meira heitt vatn sérstaklega með sívaxandi byggð á höfuðborgarsvæðinu í huga.
Einn liður í því er þessi borholuhvíld en nú erum við að hvíla borholurnar í lengri tíma en gert hefur verið áður. Við stefnum að því að hvíla þær frá júní fram í september eða eins lengi og við treystum okkur til.
Þetta bæði eykur sjálfbærni jarðhitavinnslunnar og lengir líftíma lághitasvæðanna.

Framundan eru boranir víða, frá Rangárþingi Eystra að Borg á Mýrum.

Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“