Staða vatns­borða á lághita­svæðum góð

Staðan á vatnsborði lághitasvæða höfuðborgarsvæðisins nálgast hæstu hæðir borið saman við síðustu ár.

Image alt text
Image alt text

Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda hefur verið nokkur umræða um skort á heitu vatni undanfarið. Vegna aukinnar notkunar þurfum við að finna leiðir til að framleiða meira heitt vatn sérstaklega með sívaxandi byggð á höfuðborgarsvæðinu í huga.

Einn liður í því er þessi borholuhvíld en nú erum við að hvíla borholurnar í lengri tíma en gert hefur verið áður. Við stefnum að því að hvíla þær frá júní fram í september eða eins lengi og við treystum okkur til.

Þetta bæði eykur sjálfbærni jarðhitavinnslunnar og lengir líftíma lághitasvæðanna.

Hvernig getum við aðstoðað þig?