Svandís hefur undanfarin ár unnið að stofnun og rekstri alþjóðlegs söluteymis innan Marel. Þar áður starfaði hún í lyfjaiðnaði við viðskiptaþróun hjá Medis ehf og Lyfjaskráningar hjá STADA Arzneimittel AG og Actavis. Svandís hefur þegar hafið störf hjá Veitum og mun starfa náið með framkvæmdastjórn.
„Við erum hæst ánægð með að fá Svandísi í öflugan hóp starfsfólks Veitna. Hún mun gegna lykilhlutverki í að framfylgja stefnunni okkar. Þetta er ný staða hjá okkur sem endurspeglar breyttar áherslur og kvikari starfshætti. Veitur hafa sett sér skýra stefnu um að veita framúrskarandi þjónustu og bjóða upp á hagkvæmar og sjálfbærar lausnir. Við hlökkum til að starfa með Svandísi í að tryggja lífsgæði til framtíðar“ segir Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna.
Í gær var viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2024 haldin hátíðleg. Við erum virkilega stolt að segja frá því að í ár voru Orkuveitan, Veitur og Carbfix meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina 2024.
Bilun varð í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun sem orsakaði skerta framleiðslu á heitu vatni.