Tankurinn á Reyn­is­vatns­heiði tekinn í notkun

Stór áfangi náðist í dag þegar nýr heitavatnstankur var vígður á Reynisvatnsheiði við hátíðlega athöfn. Tankurinn sem er einn af fjórum tönkum Veitna á Reynisvatnsheiði rúmar um 9.000 rúmmetra af u.þ.b 80 gráðu heitu vatni.

Image alt text
Stjórn Veitna.

Verkefnið er eitt af fjölmörgum verkefnum Veitna til þess að bregðast við aukinni eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu og auka forða og flutning heits vatns.

Tankurinn verður tekinn í rekstur þann 19. desember n.k. og með honum aukast birgðir Veitna um 25% sem hjálpar okkur enn frekar að bregðast við afltoppum og dregur úr líkum á skerðingum til notenda.

„Því meira magn sem við getum geymt í tönkum okkar á Reynisvatnsheiði því tryggara er afhendingaröryggið hjá okkur yfir kaldasta tíma ársins. Við lentum t.d. í ákveðnum vandræðum síðasta vetur sem var einn sá kaldasti sem við höfum séð lengi. Það er því afar ánægjulegt að við séum að taka þennan tank í notkun í dag og mun koma sér vel í vetur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna.

Það var jólalegt við vígsluna í dag þar sem þau Eyja og Halldór starfsfólk Veitna léku jólalög og söngkonan Jara Hilmarsdóttir tók nokkur lög.

Meðfylgjandi myndir tók Jóhanna Rakel.

Image alt text
Starfsfólk hitaveitunnar í góðu fjöri í tanknum.
Image alt text
Eyþrúður Ragnheiðardóttir, pípulagningakona hjá Veitum og Halldór Þórður Oddsson, Fageftirlit - Vatns-, hita- og fráveitu.
Image alt text
Hrefna Hallgrímsdóttir, Forstöðumaður Hitaveitu, Hákon Gunnarsson, Bakhjarl verkefnaskrár Hitaveitu og Þórður Ásmundsson, verkefnastjóri verkefnisins.
Image alt text
Jara Hilmarsdóttir, óperu söngkona söng tvö lög við vigtunina.
Image alt text

Hvernig getum við aðstoðað þig?