Veitur vekja athygli á svikaskilaboðum þar sem viðtakendur eru beðnir að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.
Veitur senda aldrei út hlekki þar sem fólki er sagt að skrá greiðslukortaupplýsingar.
Ef þú fékkst grunsamlegan póst eða skilaboð:
- Ekki smella á hlekki eða opna viðhengi
- Ekki gefa upp persónuupplýsingar eða greiðslukortaupplýsingar
- Eyddu póstinum strax
Viðskiptavinir geta séð stöðu reikninga sinna á Mínum síðum Veitna og hvort þeir séu ógreiddir.
Veitur loka einungis fyrir rafmagnið þegar margar viðvaranir hafa verið sendar um ógreidda reikninga.
Hvað átt þú að gera ef þú lendir í svikum?
Ef þú lentir í svikum og gafst upp kortanúmer, aðrar bankaupplýsingar eða leyfðir innskráningu með rafrænum skilríkjum þá skaltu gera þetta strax:
- Frysta öll greiðslukort í bankaappinu þínu.
- Skrá út öll innskráð tæki í bankaappinu.
- Hringja strax í neyðarþjónustu bankans þíns.
Svikaskilaboð geta til dæmis litið svona út:


Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“
.jpg?width=3840&quality=75&branch=main)
Þetta var ár uppbyggingar, nýsköpunar og aukins samtals við samfélagið. Veitur náðu mikilvægum áföngum í styrkingu innviða, efldu samstarf og lögðu áherslu á sjálfbærar lausnir til framtíðar.