Viðgerð lokið á Akranesi
Vegna háspennubilunar um kl. 02.00 í nótt varð rafmagnslaust í Grundahverfi á Akranesi, íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, Ásabraut og Leynisbraut. Starfsfólk Veitna fór strax á staðinn, bilunin var staðsett og viðgerð hófst. Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli háspennubiluninni en hún reyndist viðameiri en talið var í fyrstu, hún kom í raun upp á tveimur stöðum og voru aðstæður erfiðar. Viðgerð lauk um kl. 18:00 og nú eru allir íbúar Akraness komnir með rafmagn á ný.
Grein eftir Sigríði Sigurðardóttur og Sverri Heiðar Davíðsson hjá Veitum með aðstoð gervigreindarlíkansins ChatGPT.
Með hlýnandi veðri á morgun má gera ráð fyrir mikilli asahláku. Fólk þarf því að huga að niðurföllum í dag.