Gátlistar fyrir umsóknir heimlagna

Mikilvægt er að skila aðeins þeim upplýsingum og gögnum sem beðið er um, öll frávik frá því tefja umsóknarferlið. Ekki er heimilt að skila heilum teikningasettum. 

Image alt text

Heimlagnaumsókn - Ný heimlögn

Upplýsingar og gögn sem skal skila við umsókn

Almennt

Með öllum umsóknum þurfa að fylgja almennar upplýsingar um afhendingarstað heimlagnar og greiðanda.

Skila skal eftirfarandi upplýsingum með öllum umsóknum:

  • Heimilisfang verkstaðar
  • Póstnúmer
  • Landsnúmer – matshluti*
  • Kennitala greiðanda
  • Netfang greiðanda
  • Nafn tengiliðs
  • Netfang tengiliðs
  • Símanúmer tengiliðs
  • Tegund mannvirkis


*ATH hægt er að leita í fasteignaskrá í umsókn og þá fyllist sjálfkrafa út, heimilisfang, póstnúmer og landsnúmer – matshluti.

Rafveitu-, hitaveitu- og vatnsveitutenging

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvaða upplýsingum og gögnum skal skila með umsókn.

Upplýsingar:

  • Stærð heimtaugar/heimæðar - sjá viðmiðunartöflu
  • Fjöldi fyrirhugaðra sölumæla
  • Upplýsingar hvort vinnuskúr sé á verkstað sem þurfi að aftengja
  • Áætluð vatnsþörf (l/m) – þarf aðeins fyrir mjög stórar heimæðar
  • Brúttórúmmál mannvirkis (m3) – sjá í skráningartöflu mannvirkis
  • Er í vatnsúðarakerfi í mannvirkinu
    • Skal neysluvatn og vatnsúðakerfi vera sameiginlegt í einni heimæð

Gögn:

  • Afstöðumynd sem sýnir hvar heimlagnir koma inn í hús
  • Grunn- og sniðmynd sem sýnir hvar inntaksrými er í húsi, hvar og hvernig heimlagnir koma inn í það
  • Skráningartafla mannvirkis
  • Einlínumynd af aðaltöflu
  • Einföld útlitsmynd af aðaltöflu fyrir heimtaugar 200A og stærri
    • Sem sýnir hvernig heimtaug kemur inn í töflu, staðsetningu aðalrofa, straumspenna og mæla
  • Afláætlun fyrir heimtaugar 315A og stærri
  • Staðfesting á hámarksstraumþoli fyrir heimtaugar 400A og stærri
  • Þjónustubeiðni pípulagningameistara Skil þarf eyðublaði
  • Þjónustubeiðni rafverktaka - skilað í gegnum gátt HMS
    • Þarf ekki að skila inn með umsókn en þarf að hafa borist fyrir spennusetningu
    • Við uppsetningu á fleiri en einum mæli skal skila inn töflu yfir alla mæla

Fráveitutenging

Í nýjum íbúðahverfum eru tengingar fráveitu lagðar að hverri lóð og þurfa lóðarhafar ekki að sækja sérstaklega um tengingu við fráveitu.

Á iðnaðar- og athafnasvæðum og þar sem um er að ræða stakar lóðir í grónum hverfum sækir lóðarhafi um tengingu við fráveitu nema annað komi fram á hæðarblaði eða í úthlutunarskilmálum.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvaða upplýsingum og gögnum skal skila með umsókn á tengingu við Fráveitu.

Upplýsingar:

  • Stærð fráveitutengingar.

Gögn:

  • Afstöðumynd sem sýnir hvar heimlagnir koma inn í hús.
  • Grunn- og sniðmynd sem sýnir hvar inntaksrými er í húsi, hvar og hvernig heimlagnir koma inn í það.
  • Fráveituútreikningar fyrir fráveitu stærri en 150mm.
  • Þjónustubeiðni pípulagningameistara.

Hvernig getum við aðstoðað þig?