Hollráð um heitt vatn

Hvernig getum við nýtt heita vatnið betur?

Hollráð um heitt vatn

Húshitun

Íslensk heimili nota árlega að meðaltali 4-5 tonn af heitu vatni á hvern m2 húsnæðis. Um 90% af notkuninni eru vegna húshitunar og afganginn notum við til annarra hluta eins og að fara í bað eða sturtu, þrífa heimilið og vaska upp. Hér er að finna upplýsingar um dæmigerða notkun heimila.

Til að minnka heitavatnsnotkunina og lækka orkureikninginn liggur því beinast við að skoða vel hvernig við nýtum heita vatnið sem best til húshitunar.

Auðvelt er að gera ofn óvirkan með því að byrgja hann með húsgögnum, sólbekkjum og gluggatjöldum. Ef ekki er hugað að þessu kemst hiti illa út í herbergið þar sem ofnloki lokar fyrir rennsli þegar hitastig bakvið húsgögnin hefur náð innstilltum herbergishita.

Yfirleitt er ekki þörf á að breyta stillingu hitastillis á lofthitastýrðum lokum ef viðhalda á óbreyttum herbergishita. Þegar búið er að finna þægilegan herbergishita er gott að setja minnispunkt á stillingu sem hentar viðkomandi herbergi.

Að nýta heita vatnið betur

Til að minnka heitavatnsnotkunina og lækka orkureikninginn liggur því beinast við að skoða vel hvernig við nýtum heita vatnið sem best til húshitunar.

Fagmaður stillir ofn - grafísk mynd
  • Notið lofthitastýrða ofnloka til að jafna innihitann.
  • Farið yfir þéttleika og einangrun glugga og hurða.

Hefur þú skoðað lagnirnar þínar nýlega?

  • Veist þú hvar inntakið fyrir heita vatnið er á þínu heimili? Kynntu þér málið og athugaðu hvort aðrir heimilismenn þekki það líka. Það þarf að vera vel merkt og aðgengilegt. Merkingar fást til dæmis í verslunum með lagnaefni.
  • Tryggðu gott aðgengi að vatnsinntakinu svo auðvelt sé að skrúfa fyrir.
  • Þá er mikilvægt að niðurfall sé í gólfi þar sem inntakið er. Brýnt er að hreinsa niðurföll reglulega svo vatnið geti runnið sína leið ef lagnir fara að leka.
Ofnar, heimilistæki, persónuvarmi og sólargeislun hafa áhrif á hita í rýminu. Grafísk mynd.

Í kuldatíð

Hitinn á hitaveituvatninu getur verið hár þegar notkun er mikil. Mikilvægt er að setja skorður á ofnloka, þannig að ekki sé hægt að opna fyrir fullt rennsli inn á ofninn, því þá getur hann orðið hættulega heitur. Þegar kólna fer í veðri er nauðsynlegt að yfirfara hitakerfi hússins og jafnvægisstilla það þannig að það uppfylli meginhlutverk sín þ.e. að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og nýta heita vatnið sem best. Jafnvægisstilling felur í sér að hámarksrennsli til hvers ofns er stillt með innri stillingu á ofnloka. Á eldri kerfum getur þurft að endurnýja þennan búnað til að hægt sé að stilla kerfið með góðum árangri.​

Tvær hliðar gluggans - grafísk mynd