Öryggi

Fjárfestu í öruggum hleðslubúnaði
Ef þú ert að íhuga kaup á rafmagnsbíl, ættir þú að huga að því að fjárfesta í fasttengdri hleðslustöð og uppsetningu hjá fagaðilia.
Mannvirkjastofnun mælir með að við hleðslu rafknúinna ökutækja sé notaður sérhæfður búnaður, sem tryggir að hleðslan fari fram á öruggan og áreiðanlegan hátt.
- Tengistaður skal vera eins nálægt stæði rafbílsins og mögulegt er.
- Hver tengistaður skal varinn með yfirstraumvarnarbúnaði, t.d. sjálfvari, sem aðeins ver þennan tiltekna tengistað.
- Hver tengistaður skal varinn með 30mA bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem aðeins ver þennan tiltekna tengistað.
- Bilunarstraumsrofar ættu að vera af gerð B – ekki má nota bilunarstraumsrofa af gerð AC, sem er algengasta gerðin á markaðnum.
- Bilunarstraumsrofa af gerð A má nota sé tryggt að DC-bilunarstraumur verði að hámarki 6mA, eða að settur sé upp annar búnaður til útleysingar fari hann yfir 6mA.
- Færanlegir tenglar (snúrutenglar), t.d. á framlengingarsnúru eða fjöltengi, eru ekki leyfilegir.
- 16A tengla til heimilis- og ámóta nota (Schuko) ætti ekki að nota til hleðslu rafbíla – sé það gert skal tryggja að hleðslustraumur geti að hámarki orðið 10A.
Bæklingur Mannvirkjastofnunar um hleðslu rafbíla og raflagnir.


Örugg hleðsla rafbíla
- Forðist að hlaða í hefðbundnum innstungum.
- Ekki nota framlengingarsnúru.
- Gæta þarf þess vel að tengill fyrir hleðslu eða hleðslustöð hafi trygga jarðtengingu.
- Bilunarstraumsrofi fyrir lögnina þarf að vera af gerð A eða B, má ekki vera AC.
- Rafverktakar þurfa að hafa næga þekkingu á aðferðum rafbílahleðslu en Rafiðnaðarskólinn býður upp á námskeið fyrir fagmenn.
- Á vef Mannvirkjastofnunar má finna upplýsingar um hleðslu rafbíla og raflagnir.