Verð­skrár

Athugaðu að öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Image alt text

Verðskrá vatnsveitu

Verðskrá gildir frá 01.01.2024

Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda.

Sala á köldu vatni er undanþegin virðisaukaskatti.

Almenn vatnsnotkun

Svæði Tegund KR. Grunnur
Reykjavík og AkranesFastagjald5.370kr/matseining/ár
Reykjavík og AkranesFermetragjald208,42kr/m2/ár
ÁlftanesFastagjald7.816kr/matseining/ár
ÁlftanesFermetragjald303,31kr/m2/ár
StykkishólmurFastagjald7.004kr/matseining/ár
StykkishólmurFermetragjald271,78kr/m2/ár
GrundarfjörðurFastagjald7.855kr/matseining/ár
GrundarfjörðurFermetragjald345,76kr/m2/ár
Borgarbyggð og ÚthlíðFastagjald8.918kr/matseining/ár
Borgarbyggð og ÚthlíðFermetragjald392,56kr/m2/ár

Skýringar:

Vatnsgjald samanstendur af fastagjaldi á hverja matseiningu (fastanúmer) og fermetragjaldi eftir stærð samkvæmt fasteignaskrá. Bílskúrar og sambærilegt húsnæði á sömu lóð er undanþegið fastagjaldi. Vatnsgjald er miðað við byggingarvísitölu og uppfærist skv. henni í nóvember ár hvert.* Vatnsgjaldið fer aldrei yfir 0,5 % af fasteignamati. Fyrir vatnsveitur í sumarhúsabyggðum verður árlegt vatnsgjald þó að lágmarki kr. 41.901. Veitum er heimilt að gjaldfella álagningu ársins verði greiðslufall á einum eða fleiri reikningum álagningarinnar. Fyrirtæki greiða notkunargjald auk vatnsgjalds, skv. lögum (7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004)

TegundKr.Grunnur
Notkunargjald 44,70 kr/m3
Byggingavatn206,44kr/dag

Skýringar:

Notkunargjald er miðað við byggingarvísitölu og uppfærist skv. henni á 3ja mánaða fresti.* Heimilt er að innheimta notkunargjald samkvæmt áætlun, ef ekki er unnt að koma við mælingu. Byggingavatn er aðgangur að vatni til byggingaframkvæmda eða skammtímanotkunar og uppfærist skv. byggingarvísitölu á 3ja mánaða fresti.*

​Fast gjald á fyrirtæki, háð stærð mælis

Stærð mælisFastagjaldFast gjald fyrir brunna1Grunnur
15 mm53,22177,61kr/dag
20 mm54,16178,55kr/dag
25 mm69,74194,11kr/dag
32 mm78,15202,53kr/dag
40 mm94,03218,44kr/dag
50 mm114,99239,43kr/dag
65 mm155,12279,23kr/dag
80 mm300,97425,63kr/dag
100 mm og stærri316,41441,16kr/dag

Skýringar:

Fast gjald stendur fyrir föstum kostnaði óháðum notkun. Gjöldin eru uppfærð á 3ja mánaða fresti í samræmi við byggingarvísitölu. 1Verðlagning byggir á 2. ml. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga. Gildir fyrir afhendingu vatns í brunni þar sem skráð fasteign er ekki til staðar.

Verðskrá sjóveitu

Inntak (mm)Heimæðagjald (kr.)Fastagjald (kr/dag)Breytilegt gjald (kr/m3)
25-40669.572325,73155,12
50-751.506.535814,42155,12
90-1102.845.6841.303,00155,12

Skýringar:

Sjóveita er aðeins í boði á takmörkuðu svæði í næsta nágrenni við sjóveitulögn sem lögð hefur verið. Gjöldin eru uppfærð á 3ja mánaða fresti í samræmi við byggingarvísitölu.

Hvernig getum við aðstoðað þig?