Breyt­ingar á lögnum

Hér má finna upplýsingar sem gagnast húsbyggjendum til að tryggja fagleg vinnubrögð vegna viðhalds eldri bygginga. 

Umsókn um heimlögn 

Heimlagnir eru þær lagnir, sem tengja húsnæði við heitt vatn, rafmagn, kalt vatn og fráveitu. Sótt er um heimlagnir á rafrænu formi á  mínum síðum Veitna.
Áður en þú sækir um, athugaðu hér hvort við séum að þjónusta þig.
Vakin er athygli á því að gera þarf samning við söluaðila rafmagns áður en hús er tengt við veitu. 

Á mínum síðum er hægt að sækja um eftirfarandi:

Stækkun heimlagna
Stækkun á heimlögnum t.d. þegar húsnæði er stækkað

Færsla á heimlögnum
Ef færa þarf heimlagnir t.d. vegna breytingar á skipulagi húsnæðis

Aftengingar heimlagna
Þegar aftengja þarf húsnæði við heitt vatn, rafmagn, kalt vatn og fráveitu

Bráðabirgðatengingar
Bráðabirgðatenging við heitt vatn, rafmagn, kalt vatn og fráveitu t.d. á vinnusvæði

Mælagrindur
Færsla og endurnýjun á mælagrind

Á þessum gátlistum má sjá hvaða gögnum þarf að skila.

Þú getur fundið upplýsingar um verð undir verðskrá fyrir viðkomandi veitu sem verið er að tengja. Smelltu hér til að skoða verðskrá.



Breyta í þriggja fasa rafmagn

Í flestum tilvikum er hægt að breyta heimtaug úr einfasa yfir í þriggja fasa. Gjald fyrir þessa breytingu er að finna í verðskrá heimlagna.


Ferli fyrir breytingu úr einum fasa í þrjá

  1. Ráða löggiltan rafverktaka: Hafið samband við löggiltan rafverktaka til að framkvæma verkið.

  2. Þjónustubeiðni: Rafverktakinn sendir inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum Mannvirkjastofnun (HMS).

  3. Upplýsingar um afhendingu og kostnað: Tengiliðurinn er upplýstur um afhendingartíma og kostnað, ef einhver er.

  4. Aftenging rafmagns: Veitur taka rafmagnið af í samráði við rafvirkjann.

  5. Breyting á rafmagnstöflu: Rafverktakinn fjarlægir einfasa mælinn og breytir rafmagnstöflunni.

  6. Uppsetning á þriggja fasa rafmagni: Veitur breyta rafmagninu í þriggja fasa og setja upp nýjan mæli.

  7. Tímabókun: Eftir að þjónustubeðni er send inn er allt að 15 dagar þar til tími er bókaður. Að því gefnu að strengurinn sé hæfur fyrir þrjá fasa og að ekki þurfi að gera breytingar né stækka götuskápinn.

Hvernig getum við aðstoðað þig?