Dreifi­kerfi

Veitur dreifa neysluvatni í Reykjavík, á Álftanesi, í Stykkishólmi, í Grundarfirði, á Bifröst, í Munaðarnesi, í Reykholti, á Kleppjárnsreykjum, á Hvanneyri, í Borgarnesi, á Akranesi og nágrenni og í Úthlíð. Einnig selja Veitur Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi vatn í heildsölu.

Image alt text

Vatnsból sem Veitur sækja vatn í eru á höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi og eru 13 talsins. Við öflum neysluvatns í Heiðmörk (Gvendarbrunnum, Myllulæk og Vatnsendakrikum), Berjadal við Akrafjall, Seleyri norðan Hafnarfjalls, Grábrókarhrauni, Svelgsárhrauni, Grund, Fossamelum, Steindórsstöðum og Bjarnarfelli. Vatninu úr þessum vatnsbólum er dreift til um 45% landsmanna.

Dreifikerfi

Frá vatnsöflunarstöðum rennur vatn í dælustöðvar og miðlunartanka. Frá dælustöðvum og tönkum annað hvort rennur vatnið, eða því er dælt, til heimila og fyrirtækja.

Eldvarnir eru mikilvægur hluti starfsemi vatnsveitunnar en brunahanar eru tengdir við dreifikerfi hennar.

Hollráð fyrir kalt vatn

Water drop

Hreint vatn er lífsnauðsyn

Göngum vel um vatnsverndarsvæði - þar liggja mikil verðmæti. Drekkum vatn beint af krananum – það er ódýrt og hollt.

Lesa fleiri hollráð

Hvernig getum við aðstoðað þig?