Vatns­vernd

Kalda vatnið sem kemur úr krönunum er neysluvatn. Það er mikilvægt að neysluvatnið sé hreint og ómengað því við drekkum það og það er notað í ýmiss konar matvælaframleiðslu.

Stærsta ábyrgðin sem við hjá Veitum berum er að gæta vatnsbólanna sem okkur er trúað fyrir, nýta þau með sjálfbærum hætti og koma þessari lífsnauðsyn heim í öll hús. Nægt hreint vatn handa öllum, núna og um alla framtíð, er okkar markmið.

22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Hann er kjörið tilefni til að hugleiða það undur sem vatnið er og hversu mikilvægt það er.

Hollráð fyrir kalt vatn

Water drop

Drekkum vatn beint af krananum

Það er ódýrt og hollt

Lesa fleiri hollráð

Verndun

Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mjög mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Helsta hættan er að svæðin mengist, t.d. með rusli, olíu, skólpi eða öðrum efnum því þessi efni geta komist í gegnum jarðlögin og í vatnið sem rennur neðanjarðar inn í vatnsbólin.

Á höfuðborgarsvæðinu eru vatnsbólin okkar í Heiðmörk. Á þessari mynd sést stærð vatnsverndarsvæðisins í Heiðmörk. Eins og sjá má er það mjög umfangsmikið eða um 250 ferkílómetrar. Við hjá Veitum höfum áhyggjur af vaxandi umferð um vatnsverndarsvæðið og sérstaklega því þegar verið er að flytja olíu í miklu magni um Suðurlandsveg sem er í útjaðri vatnsverndarsvæðisins.
Það er mikilvægt að allt fólk sem á leið um vatnsverndarsvæði skilji mikilvægi þess að ganga vel um og láti strax vita ef það verður vart við eitthvað sem það heldur að geti mengað vatnið.

Skilgreiningar á svæðum

Hvernig getum við aðstoðað þig?