Ertu að byggja?

Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga frá upphafi að tengingum við hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.

Image alt text

Hér má finna upplýsingar sem gagnast húsbyggjendum til að tryggja fagleg vinnubrögð á hönnunar- og byggingarstigi nýbygginga eða vegna viðhalds eldri bygginga. Áður en sótt er um tengingu hjá okkur er gott að glöggva sig á hvaða þjónustu við bjóðum upp á á þínu svæði en það geturðu séð á yfirlitsmynd yfir veitusvæði okkar. 

Hvað þarf til að tenging komist á? 

  • Á skipulögðum nýbyggingarsvæðum þarf ekki að sækja um tengingu við fráveitu, en aðrar tengingar þarf að sækja um, bæði bráðabirgðatengingar og varanlegar. 

  • Inntaksrýmið þarf að uppfylla Skilmála Veitna sem og skilyrði byggingareglugerðar. Sem dæmi þarf Inntaksrými að vera við útvegg á þeirri húshlið sem heimæð kemur að, rýmið skal hafa loftræstingu og niðurfall í gólfi. Mælar þurfa gott fjarskiptasamband í inntaksrými.

  • Aðstæður á verkstað þurfa að uppfylla Skilmála Veitna.
  • Þurfi starfsmenn eða verktakar á vegum Veitna að hverfa af verkstað vegna þess að skilyrðum séu ekki uppfyllt, munu Veitur innheimta endurkomugjald fyrir hverja endurkomu samkvæmt gildandi gjaldskrá.

  • Sé sótt um bráðabirgðaheimlagnir skal hafa það í huga að allar bráðabirgðaheimlagnir aftengjast þegar aðalheimlagnir verða tengdar. 

Hvernig getum við aðstoðað þig?