Ertu að byggja?

Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga frá upphafi að tengingum við hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu.

Image alt text

Umsókn um heimlögn 

Heimlagnir eru þær lagnir, sem tengja húsnæði við heitt vatn, rafmagn, kalt vatn og fráveitu. Sótt er um heimlagnir á rafrænu formi á  mínum síðum Veitna.
Áður en þú sækir um, athugaðu hér hvort við séum að þjónusta þig.
Vakin er athygli á því að gera þarf samning við söluaðila rafmagns áður en hús er tengt við veitu. 

Á mínum síðum er hægt að sækja um eftirfarandi:

Nýjar lagnir í hús/heimlagnir
Nýjar tengingar við heitt vatn, rafmagn, kalt vatn og fráveitu, t.d. fyrir nýbyggingar
Stækkun heimlagna
Stækkun á heimlögnum t.d. þegar húsnæði er stækkað
Færsla á heimlögnum
Ef færa þarf heimlagnir t.d. vegna breytingar á skipulagi húsnæðis
Aftengingar heimlagna
Þegar aftengja þarf húsnæði við heitt vatn, rafmagn, kalt vatn og fráveitu
Bráðabirgðatengingar
Bráðabirgðatenging við heitt vatn, rafmagn, kalt vatn og fráveitu t.d. á vinnusvæði
Mælagrindur
Færsla og endurnýjun á mælagrind

Á þessum gátlistum má sjá hvaða gögnum þarf að skila.

Smelltu hér til að skoða verðskrá heimlagna.

Afhendingartími heimlagna og aftengingar 


Afhendingartími heimlagna fer eftir tegund umsóknar, stærð heimlagna, hvort um er að ræða nýtt eða gróið hverfi og stöðuna á dreifikerfi Veitna. Mikilvægt er að móttökustaður sé tilbúinn samkvæmt skilmálum Veitna og rétt gögn fylgi umsókn. Öll frávik geta valdið töfum. Þegar umsókn er móttekin og gögn fullnægjandi fer hún í undibúning og þjónustufulltrúi hefur samband varðandi næstu skref.

Uppsetning mæla ásamt því að hleypt er á eða spennusett á sér stað eftir að búið er að leggja heimlagnir. Skilyrði fyrir því að það sé framkvæmt er að þjónustubeiðni rafverktaka og/eða pípara hafi borist Veitum.

Hvernig getum við aðstoðað þig?