Notkun á heitu vatni hefur því verið í hámarki yfir langan tíma. Því þurfa Veitur að skerða vatn til sumra stórnotenda á höfuðborgarsvæðinu á morgun, það er til allra sundlauga og baðlóna, en Veitur forgangsraða alltaf til húshitunar. Spáð er hlýrra veðri á föstudag svo vonandi þurfum við ekki að skerða vatnið lengur en fram yfir hádegi á föstudag.
Vegna mikillar notkunar á heita vatninu þessa dagana gætu íbúar á einhverjum svæðum höfuðborgarsvæðisins fundið fyrir lækkun á þrýstingi. Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, athuga með þéttingar á gluggum og hurðum, tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.
Nesjavallaæð verður hreinsuð í júní. Lögnin var hreinsuð síðast árið 2003 og tímabært að gera það aftur. Lögð er áhersla á að tryggja öryggi. Nesjavallaleið verður lokað á meðan hreinsunarvinnan stendur yfir.
Í nýlegu útboði fyrir rofabúnað í dreifistöðvar tókum við þá ákvörðun að auglýsa eftir búnaði sem var án SF6 gass og væri auk þess fjarstýranlegur til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.