Sögu­legt hámark í rennsli hita­veitu á höfuð­borg­ar­svæðinu

Eftir einstaklega milt haust hefur nú heldur betur kólnað og því hefur aukist álag á hitaveituna.

Uppfært 16. desember kl. 15:00.

____________________________________________________

Eftir einstaklega milt haust hefur nú heldur betur kólnað og því hefur aukist álag á hitaveituna. Sögulegt hámark greindist hjá okkur í dag í rennsli hitaveitu enda hafa aldrei fleiri íbúðir þarfnast hitunar í svo miklum kulda. Nú þegar höfum við gripið til ýmissa aðgerða til að mæta þessari stöðu. Meðal annars höfum við aukið dælugetu á Reynisvatnsheiði og erum í samstarfi við Orku náttúrunnar um að hækka hitastig á heitu vatni sem kemur frá virkjunum þeirra.

Veitur íhuga nú hvort loka þurfi nokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum þar sem spáð er áframhaldandi kulda í næstu viku. Ef til þess kemur yrði það einungis í nokkra daga á meðan álagið er mest. Þetta er gert til létta á flutningi vatns og einnig til að minnka álag.

Þær sundlaugar sem verið er að skoða að loka vegna áskorana í flutningskerfum eru Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarlaug, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. Við höldum áfram að meta stöðuna og munum upplýsa um lokanir ef til þeirra kemur.

Veitur hvetja fólk til að fara sparlega með heita vatnið

Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, opna ekki gluggann til kælinga og athuga með þéttingar á gluggum og hurðum. Einnig er ráð að tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.

Image alt text

Uppfært 16. desember kl. 15:00. Eftir að staðan var metin í dag þykir ekki ástæða til þess að loka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina né mánudaginn 19. desember.
Þetta er þó með fyrirvara um óvæntar aðstæður eða bilun í okkar kerfum.

Uppfært 15. desember kl. 13:00. Eftir að staðan var metin í dag þykir ekki ástæða til þess að loka sundlaugum á morgun 16. desember þar sem dreifikerfið okkar ræður við núverandi notkun. Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana. Þetta er þó með fyrirvara um óvæntar aðstæður eða bilun í okkar kerfum.

______________________________________________________

Uppfært 14. desember, kl. 14:00. Eftir að staðan var metin í dag þykir ekki ástæða til þess að loka sundlaugum á morgun 15. desember. þar sem dreifkerfið okkar ræður við núverandi heitavatns notkun. Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.

Hvernig getum við aðstoðað þig?