Hreinsunarstarf á gróðri í vatnslóni í Berjaldalsá í gær gekk vel. Veitur höfðu leitað skýringa á óvenjulegu bragði af kalda vatninu í bænum og var bragðið einangrað við lónið í Berjadalsá. Vatnsveitan á Akranesi fær vatn frá þremur vatnsbólum; Berjadalsá og lindasvæðum við Slögu og Óslæk. Talið er að óbragðið megi rekja til gróðurs sem hafði myndast í lóninu en hefur nú verið fjarlægður. Nánar um málið hér.
Hreinsunarstarf á gróðri í vatnslóni í Berjaldalsá í gær gekk vel.
Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá kl. 22.00 þann 21. ágúst til kl. 10.00 að morgni 23. ágúst. Ástæða þess er tenging á nýrri heitavatnslögn sem mun tryggja íbúum Hafnarfjarðar heitt vatn til framtíðar.