Verðlaunin eru veitt ár hvert í ýmsum flokkum og meðal annarra fyrirtækja sem tilnefnd eru í ár eru Nespresso, Asos, Estée Lauder og Hilton. Veitur er tilnefnt í flokknum „Besta nýja þjónustusviðið“ ásamt Teleperfomance og British Gas svo fátt eitt sé nefnt.
„Við erum virkilega stolt af þessum árangri,“ segir Brynja Ragnarsdóttir, forstöðumaður Þjónustu hjá Veitum. „ECCCSA eru elstu og jafnframt virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði þjónustu í Evrópu til fyrirtækja sem þykja leiðandi í framúrskarandi þjónustu. Sérstaklega er horft til upplifunar viðskiptavina, nýsköpunar í þjónustu, vinnustaðamenningu og skilvirkni sem eru einmitt þættir sem við hjá Veitum leggjum mikla áherslu á að bæta í sífellu. Þessi viðurkenning er því mikil hvatning fyrir okkur að við séum á réttri leið og hlökkum til að halda áfram að bæta þjónustu til okkar viðskiptavina.“
„Í nýrri stefnu Veitna er framsækin þjónusta sett í forgang og við skilgreinum okkur nú sem þjónustufyrirtæki fyrst og fremst,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna. Vorið 2023 var nýtt þjónustusvið Veitna stofnað þar sem lagt var upp með styttri boðleiðir, meiri skilvirkni og fyrirbyggjandi aðgerðir. Við erum stöðugt að skipuleggja okkur á þann hátt að við getum veitt bestu þjónustuna og árangurinn er áþreifanlegur. Mælingar sýna að ánægja viðskiptavina hefur aukist til muna, afgreiðslutími erinda hefur styst, verkefni og viðfangsefni eru hugsuð út frá viðskiptavinum og upplýsingagjöf til almennings og sveitarfélaga verið efld. Það er mikill heiður að komast í úrslit ECCCSA og allt okkar frábæra starfsfólk hjá Veitum á þessa tilnefningu saman.“
Metþáttaka var í keppninni í ár og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í London þann 26. nóvember.
Brynja Ragnarsdóttir, forstöðumaður Þjónustu hjá Veitum
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna
Hreint og ómengað neysluvatn eru lífsgæði hér á landi sem við getum öll verið stolt af.
Við erum afar stolt af því að Veitur eru komin í úrslit í stærstu þjónustukeppni Evrópu European Contact Centre & Customer Service Awards (ECCCSA) árið 2024.