Veitur ohf. auglýsa eftir tilboðum í Hlíð­ar­veitu í Bláskóga­byggð

Veitur ohf. óska eftir tilboðum í Hlíðarveitu í Bláskógabyggð.

Image alt text

Hlíðarveita rekur í dag hita- og kaldavatnsveitu sem þjónustar meðal annars sumarhúsabyggðir í Brekkuskógi, Miðhúsaskógi og í Úthlíð. Viðskiptavinir veitunnar eru um 290 talsins.

Leitað er eftir tilboðum í rúmlega helmingshlut Hlíðarveitu í borholunni ER-23 á Efri Reykjum auk þess er um að ræða allt dreifikerfið, dælustöðvar og annar búnaður sem fylgir veitunni. Hitaveitan þjónustar sumarhúsabyggðir í Brekkuskógi, Miðhúsaskógi og í Úthlíð auk þess að veita nokkrum býlum í nágrenninu heitt vatn. Þá hefur Hlíðarveita afnot af vatnsveitu Úthlíðar þar sem vatn er tekið úr lindum við Bjarnarfell. Vatnsveitan þjónustar sumarhúsahverfið í Úthlíð auk nokkurra húsa í Bláskógabyggð í grennd við Úthlíð.

Áhugasömum kaupendum er bent á að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingarbanka sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd Veitna. Fyrirspurnir má senda á netfangið ftr@fossar.is. Fjárfestar fá sölukynningu ásamt frekari upplýsingum um skilmála söluferilsins afhent gegn undirritun trúnaðaryfirlýsingar ásamt upplýsingum um kaupanda og verður boðið að gera óskuldbindandi tilboð á grundvelli þeirra gagna.

Frestur til að skila óskuldbindandi tilboði er kl. 16.00 þann 1. mars 2024. Eingöngu verður tekið við tilboðum á sérstöku tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í skilmálabréfi og á tilboðsformi. Tilboðsform má nálgast hjá fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingarbanka.

Hvernig getum við aðstoðað þig?