Stöðin er nú komin í rekstur en framkvæmdir hófust þann 19. ágúst sl. Líkt og fram hefur komið höfum við þurft að opna svokallaða neyðarlúgu í stöðinni og hleypa ómeðhöndluðu skólpi út í sjó. Það gerðist í 9 mínútur í gær en hægt er að fylgjast með stöðunni á neyðarlúgum í rauntíma í Fráveitusjánni.
Verktaki mun aðstoða okkur við að vakta og hreinsa fjörur næstu daga og vikur.
Götuskápar Veitna komnir í jólabúning.
Loftlínur í dreifikerfi rafmagns eru smám saman að hverfa úr umhverfinu á rafveitusvæðum Veitna og stefnt er að því að afleggja þær allar fyrir lok árs 2027. Í stað þeirra koma jarðstrengir sem hafa fjölmarga kosti umfram loftlínurnar.