Stöðin er nú komin í rekstur en framkvæmdir hófust þann 19. ágúst sl. Líkt og fram hefur komið höfum við þurft að opna svokallaða neyðarlúgu í stöðinni og hleypa ómeðhöndluðu skólpi út í sjó. Það gerðist í 9 mínútur í gær en hægt er að fylgjast með stöðunni á neyðarlúgum í rauntíma í Fráveitusjánni.
Verktaki mun aðstoða okkur við að vakta og hreinsa fjörur næstu daga og vikur.
Nesjavallaæð verður hreinsuð í júní. Lögnin var hreinsuð síðast árið 2003 og tímabært að gera það aftur. Lögð er áhersla á að tryggja öryggi. Nesjavallaleið verður lokað á meðan hreinsunarvinnan stendur yfir.
Í nýlegu útboði fyrir rofabúnað í dreifistöðvar tókum við þá ákvörðun að auglýsa eftir búnaði sem var án SF6 gass og væri auk þess fjarstýranlegur til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.