Vegna endurnýjunar á yfirfallsdælum þarf að stöðva starfsemi skólpdælustöðvarinnar í Faxaskjóli í a.m.k. þrjár vikur, frá og með deginum í dag, föstudeginum 19. ágúst.
Verkefnið stendur yfir í ríflega ár og á þeim tíma verða tímabundnar rekstrartruflanir í stöðvunum og búast má við að í einhverjum tilvikum þurfi að losa óhreinsað skólp í sjó á meðan á þeim stendur.