Álestur af mælum

Spurt og svarað um mæla, álestur á mælum, mælaskipti og annað tengt mælum.

Image alt text

Rafmagnsmælir


Rafmagnsmælir er í aðaltöflu. Taflan getur verið inni í íbúð/húsi eða í sameign.

Hér eru tvær algengar tegundir rafmagnsmæla. Athugið að stundum er aukastafur sem þarf að fylgja. Þegar álestri er skilað þarf einnig að hafa mælisnúmerið við höndina.

rafmagnsmaelar-skyringamynd

Hitaveitumælir


Hitaveitumælir er staðsettur á hitaveitugrind. Hann er hringlaga eins og sést á myndinni. Staða mælisins er gefin upp í m3 eða rúmmetrum. Númer mælisins er oftast á strikamerki í lokinu eða utan á hringnum.

hitaveitumaelir2


Hér má sjá aðra tegund af hitaveitumæli. Athugið að upphafsskjámynd mælisins sýnir kWh (kílóvattstundir) en við þurfum að fá stöðu mælis í m3 (rúmmetrum).

kamstrup-maelir-kwh 0

Til að lesa af mælinum þarf að fletta einu sinni til hægri (sjá rauðan hring). Þá birtist rúmmetrafjöldinn (m3). sem er magn þess vatns sem hefur runnið í gegn. Það er sú tala sem við notum til að reikningsfæra notkunina. Ef haldið er áfram að fletta kemur upp hitastig vatnsins.

Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn. Ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur fer hann aftur í upphafsstöðuna.

kamstrup-maelir-m3


Ítarlegri leiðbeiningar fyrir Kamstrup mælinn (á ensku).

Viltu vita meira?
Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega hafðu samband.

Álestrarform - Leiðbeiningar

Hvernig getum við aðstoðað þig?