Álestur af mælum

Spurt og svarað um mæla, álestur á mælum, mælaskipti og annað tengt mælum.

Image alt text

Þau sem eru ekki með snjallmæla skila álestri sjálf einu sinni á ári að jafnaði. Veitur senda tilkynningu um það á skráðan tengilið. Ef þú varst að fá þér nýtt tæki sem notar mikla orku, t.d. heitan pott eða rafmagnsbíl er ágætt að lesa af oftar til að koma í veg fyrir að þú fáir háan bakreikning.

Þau sem eru með snjallmæla þurfa ekki að senda álestur, hann berst reglulega sjálfkrafa til Veitna.

Leiðbeiningamyndbönd

Hvernig getum við aðstoðað þig?