Ertu að fara að grafa?

Áður en grafið er, er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir verkefnið og vinnusvæðið. Góður undirbúningur stuðlar að öruggri og árangursríkri framkvæmd.

Veitusvæði

Veitusvæði okkar er að mestu á höfuðborgarsvæðinu en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnakerfið er ansi stórt, en lagnir og strengir eru alls 9.000 km að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai. Um borg og bý eru ýmis mannvirki á okkar vegum; aðveitustöðvar, dreifistöðvar, rafmagnsskápar, borholur, tankar, dælustöðvar, brunnar, brunahanar, ljósastaurar og hreinsistöðvar.

  • Við rekum hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu og á 16 öðrum stöðum á Suður- og Vesturlandi. Við veitum 66% Íslendinga heitt vatn.
  • Við rekum rafveitu í 6 sveitarfélögum.
  • Við rekum vatnsveitu á 12 stöðum auk þess að sjá tveimur sveitarfélögum fyrir vatni. Við veitum rúmlega helmingi Íslendinga kalt vatn.
  • Við rekum fráveitu í þremur sveitarfélögum.

Hvernig getum við aðstoðað þig?