Ertu að fara að grafa?

Höldum sambandinu órofnu. Áður en grafið er er mjög mikilvægt að sækja um teikningar sem sýna legu lagna í jörðinni. Athugaðu að ekki má nota teikningar úr vefsjá viðkomandi sveitarfélags. Þetta á við hvort sem grafið er innan eða utan lóðamarka. 

Image alt text

Veitusvæði

Veitusvæði okkar er að mestu á höfuðborgarsvæðinu en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnakerfið er ansi stórt, en lagnir og strengir eru alls 9.000 km að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai. Um borg og bý eru ýmis mannvirki á okkar vegum; aðveitustöðvar, dreifistöðvar, rafmagnsskápar, borholur, tankar, dælustöðvar, brunnar, brunahanar, ljósastaurar og hreinsistöðvar.

  • Við rekum hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu og á 16 öðrum stöðum á Suður- og Vesturlandi. Við veitum 66% Íslendinga heitt vatn.
  • Við rekum rafveitu í 6 sveitarfélögum.
  • Við rekum vatnsveitu á 12 stöðum auk þess að sjá tveimur sveitarfélögum fyrir vatni. Við veitum rúmlega helmingi Íslendinga kalt vatn.
  • Við rekum fráveitu í þremur sveitarfélögum.
Image alt text

Hvernig getum við aðstoðað þig?