Heita­vatns­laust í Hafnar­firði

Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá kl. 22.00 þann 21. ágúst til kl. 10.00 að morgni 23. ágúst. Ástæða þess er tenging á nýrri heitavatnslögn sem mun tryggja íbúum Hafnarfjarðar heitt vatn til framtíðar.

Uppfært 23. ágúst 07:40

Heita vatnið er komið á allt kerfið og öll ættu að hafa fengið fullan þrýsting á vatnið. Verkefnið gekk vel og ný stofnæð hitaveitu fyrir Hafnarfjörð hefur verið tekin í notkun.



Hér verður hægt að fylgjast með framkvæmdinni.

Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og höfum þess vegna skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Endurnýjun stofnlagna er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta við að vinna það hratt og örugglega.

Lokunin tengist framkvæmdum við Álfaskeið og Sólvangsveg sem staðið hafa yfir síðan í nóvember á síðasta ári og stefnt er að því að þeim ljúki nú í haust. Við erum að endurnýja stofnlagnir hitaveitu til að auka flutningsgetu og mæta aukinni eftirspurn í bænum vegna fjölgunar íbúðarhúsnæðis og stækkun bæjarins. Markmiðið er að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði heitt vatn til næstu áratuga.

Eftirfarandi götur í Garðabæ verða fyrir áhrifum af lokuninni: Boðahlein, Naustahlein, Hraunholt, Hraungarðar, Hraunhóll, Hraunhamrar, Hrauntunga, Hraunkot, Hraunborg, Gimli, Björk, Brandstaðir, Garðahraun, Miðhraun, Norðurhraun, Suðurhraun og Vesturhraun.

See article in english

Hvernig getum við aðstoðað þig?