
Við hjá Veitum höfum orðið vör við það að einhverjir viðskiptavinir okkar eru að velta fyrir sér breytingum á reikningum hjá sér. Hjá sumum er heita vatnið og rafmagnið að hækka en aðrir finna ekki fyrir neinni hækkun. Það er því von að fólk spyrji sig hvers vegna þetta sé. Við settumst niður með Silju Ingólfsdóttur upplýsingafulltrúa Veitna og fengum hana til þess að útskýra fyrir okkur hvað hafi breyst – og hvað ekki.
„Stærsti munurinn er sá að í dag borgar fólk fyrir það sem það notar hverju sinni, í stað þess að dreifa kostnaði jafnt yfir árið og fá svo mögulega óvæntan reikning seinna eins og var áður. Það má því segja að snjallmælarnir okkar gera notkunina sýnilegri, en þeir búa hana ekki til,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna og segir snjallmælana mikla framför fyrir viðskiptavini til þess að vera meðvituð um sína notkun.

„Við sjáum að fólk er t.d. að bera saman reikninga hjá sér fyrir ólíka mánuði og verður hissa á muninum. Það sem skiptir mestu máli þar er að á veturna notum við meira, bæði af rafmagni og heitu vatni. Þegar kalt er úti fer meiri orka í að halda húsum heitum og þannig eykst notkun á heitu vatni. Það sem mörg vita ekki er að það gerist líka í rafmagninu, rafbíla þarf til dæmis að hlaða oftar í kulda. “
„Áður greiddi fólk nokkuð jafnt yfir árið, byggt á áætlunum. Ef raunnotkun reyndist meiri en áætlunin, til dæmis eftir kaldan vetur, þá kom uppgjörsreikningur síðar og hann gat verið ansi stór og óvæntur.“
„Með snjallmælum er rukkað fyrir raunverulega notkun í hverjum mánuði. Það þýðir að ef þú notar meira í janúar og febrúar sem eru jafnan köldustu mánuðirnir, þá sést það strax á næsta reikningi. Á móti lækkar reikningurinn aftur á vorin og yfir sumarið þegar notkunin minnkar. Þau sem eru með tiltölulega ný uppsetta snjallmæla taka líklega mest eftir breytingunum að vetri til. “
„Snjallmælar jafna ekki notkun – þeir mæla hana nákvæmlega. Sveiflur í notkun eru til staðar og hafa alltaf verið. Munurinn er sá að nú eru þær sýnilegar strax, í stað þess að safnast upp og koma síðar.“
„Það er rétt að verðskrárbreytingar tóku gildi um í desember í heita vatninu eins og við höfum greint frá opinberlega. Þær skýra hluta hækkunarinnar, en það er mikilvægt að undirstrika að meiri notkun vegna kulda er stærsti einstaki þátturinn hjá flestum sem finna fyrir breytingum milli mánaða. Þetta eru í flestum tilfellum það sem við skilgreinum sem stórnotendur, en líka fólk sem býr kannski í stórum húsum og er mögulega með snjóbræðslu eða heita potta.“
„Stærsta breytingin er að fastagjaldið fer nú eftir stærð tenginga. Það þýðir að þau sem eru með stærstu tengingarnar borga mest. Með stórum tengingum er verið að taka frá ákveðið magn af heitu vatni sem dreifikerfið þarf að anna hvort sem tengingin er fullnýtt eða ekki. Verðskrá í rafmagni hefur um nokkurt skeið tekið tilliti til þessa. Heimilin finna minna fyrir þessari breytingu. Notkunargjaldið hækkað um 7% í desember sem er nauðsynlegt til að mæta vaxandi þörf samfélagsins fyrir heitt vatn.“
„Við skiljum vel að fólki bregði þegar reikningur hækkar skyndilega og fyrir þau sem fengu snjallmæli á síðasta ári kemur þetta kannski mest á óvart. Það sem skiptir máli er að muna að reikningar lækka þegar vorar og hlýnar – þetta eru köldustu mánuðir ársins og þá þarf meira heitt vatn til að hita heimilið. Snjallmælar gera fólki kleift að fylgjast betur með notkun sinni og bregðast fyrr við, í stað þess að fá stóran óvæntan reikning síðar.“
„Já, við getum öll gert eitthvað til að fara vel með. Þegar það er mjög kalt skiptir máli að halda hitanum innandyra og lofta hressilega út í stuttan tíma í stað þess að hafa opna glugga fyrir ofan ofna, við viljum ekki reyna að hita allan heiminn. Húshitun er 90% af heita vatninu sem við notum og þar eru tækifærin.
Ofnar eiga almennt að vera heitir að ofan en við líkamshita neðst, þá eru þeir að nýta varmann vel. Við þurfum að hafa í huga að birgja ekki ofna með húsgögnum eða gardínum, við viljum hleypa hitanum um herbergið en ekki loka hann af bakvið sófa. Heita potta heima við er mögulega betra að hvíla þessa köldustu daga, í köldu lofti nota nota miklu meira heitt vatn til að halda sér notalegum. Við erum með ítarlegri ráð á veitur.is um það sem við getum öll gert heima við.“

Helsta ástæðan er sú að í dag borgar fólk fyrir það sem það notar hverju sinni og notkun er meiri að vetri til.
.jpg?width=3840&quality=75&branch=main)
Veitur munu leggja aukna áherslu á öryggi ómissandi innviða, í takt við breyttan veruleika og auknar kröfur um viðnámsþol samfélagsins.