Reikn­ingar

Veitur gefa út reikninga vegna dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og rafmagni, notkun á heitu vatni, notkun á köldu vatni og fráveitu. Veitur gefa einnig út reikninga vegna heimlagna.

  • Hvað eru orkureikningar?

    Orkureikningar sem Veitur gefa út eru fyrir dreifingu á rafmagni og notkun á heitu vatni. Orkureikningar vegna notkunar á rafmagni koma frá raforkusala sem viðskiptavinir velja sér sjálfir.

  • Af hverju fæ ég tvo reikninga fyrir rafmagnið?

    Annar reikningurinn er fyrir dreifingu rafmagns, hann kemur frá Veitum sem sjá um að dreifa rafmagni á sínu veitusvæði. Hinn reikningurinn er fyrir rafmagninu sjálfu og kemur frá raforkusalanum sem þú hefur valið þér.

  • Hvaða reikninga fæ ég frá Veitum?

    Það fer eftir hvar þú býrð og hvað Veitur þjónusta svæðið með. Flestir viðskiptavinir fá reikninga fyrir rafmagnsdreifingu og heita vatnið. 

    Reikningar fyrir vatns- og fráveitugjöldum berast fasteignaeigendum í sumum sveitarfélögum, en ekki öllum á veitusvæðum Veitna.

    Reikningar fyrir heimlagnir berast eingöngu þegar sótt hefur verið um slíkt, t.d. vegna nýbygginga, breytinga á grind eða annað tilfallandi. 

  • Hærri reikningur en vanalega?

    Líklegasta skýringin er að þú skilaðir inn álestri nýlega og fékkst uppgjörsreikning. Þar er gerð upp notkun frá síðasta álestri. Ef notkun var meiri en áætlað hafði verið þá er fyrsti reikningur þar á eftir hærri en vanalega. Í kjölfarið hækka reikningarnir þínir í samræmi við uppfærða áætlun.  

  • Lægri reikningur en vanalega?

    Líklegasta skýringin er að þú skilaðir inn álestri nýlega og fékkst uppgjörsreikning. Þar er gerð upp notkun frá síðasta álestri. Ef notkun var minni en áætlað hafði verið þá er fyrsti reikningur þar á eftir lægri en vanalega. Í kjölfarið lækka reikningarnir þínir í samræmi við uppfærða áætlun.  

  • Enginn reikningur um síðustu mánaðarmót?

    Líklegasta skýringin er að þú skilaðir inn álestri nýlega og fékkst uppgjörsreikning. Þar er gerð upp notkun frá síðasta álestri. Ef notkun þín var mun minni en áætlað hafði verið miðað við fyrri notkun þá getur myndast inneign hjá Veitum sem dregst frá næsta reikningi. Ef inneignin var hærri/sú sama og reikningurinn þá færð þú engan reikning í það skiptið.  

  • Reikningarnir eru mismunandi milli mánaða

    Ef þú ert með snjallmæli þá eru reikningar mismunandi eftir notkun hvers mánaðar. Búast má við að þeir verði lægri á sumrin og hærri á veturna, sérstaklega þegar um er að ræða reikninga fyrir notkun á heitu vatni. Ef reikningurinn er óeðlilega hár má finna nokkrar ábendingar hér um mögulegar orsakir.  

    Þú getur skoðað notkun þína milli mánaða á Mínum síðum Veitna. 

  • Hvar get ég borið saman reikninga milli ára og mánaða?

    Alla reikninga má skoða á Mínum síðum. Reikningar eru aðgengilegir tveimur vikum fyrir gjalddaga eða í kringum 20. hvers mánaðar. Þar getur þú einnig skoðað eldri reikninga.  

  • Ég fékk reikning á gamla heimilisfanginu mínu, hvað á ég að gera?

    Mögulega gleymdir þú að tilkynna notendaskipti. Þá þarft þú að semja við nýjan greiðanda um hvað hver á að borga. Forsenda uppgjörs er að lesið sé af mælum. Starfsfólk Veitna getur aðstoðað, en uppgjörið verður aldrei alveg rétt þar sem forsendurnar eru ekki til staðar.  

  • Hvernig breyti ég um greiðslumáta?

    Inn á Mínum síðum Veitna er hægt að breyta greiðslumáta og skrá greiðslukort. Það er undir Reikningar - greiðslumátabreyting.

  • Hvað notar heimilið mitt mikla orku?  

    Þú getur séð þína notkun á Mínum síðum. Þar getur þú borið eigið heimili saman við önnur sambærileg og skoðað orkunotkunina í samhengi.    

  • Hvað þýðir jöfnunargjald, dreifing og flutningur á reikningum? 

    Dreifing er fyrir dreifingu raforku og þjónustu Veitna.   Flutningur er fyrir þjónustu Landsnets sem rekur háspennukerfið.   Jöfnunargjald rennur til ríkisins til að jafna kostnað við dreifingu raforku á milli landshluta.   

  • Hvaða mælieiningar eru notaðar á reikningum? 

    Rafmagn er mælt í kílówattstundum (kWh).   Heitt vatn er mælt í rúmmetrum (m3).   Álagning vatns- og fráveitugjalda er reiknuð út frá fermetrafjölda húsnæðis.  

Hvernig getum við aðstoðað þig?