Reikningar

Um áramótin verða breytingar á innheimtu gjalda fyrir rafmagn og í stað þess að fá einn reikning frá OR, móðurfélagi Veitna, fá viðskiptavinir framvegis tvo reikninga. Annar verður frá Veitum fyrir rafmagnsdreifingu og hinn frá þeim söluaðila rafmagns sem þeir eiga viðskipti við. Kröfur í heimabanka munu því merktar Veitum í stað OR eins og verið hefur. Hið sama á við um reikninga frá söluaðila raforkunnar.  

Sá greiðslumáti sem þú hefur valið að nota hingað til helst óbreyttur. 

Hverju er verið að breyta? 

  • Frá og með janúar 2020 mun OR hætta útgáfu og innheimtu orkureikninga fyrir hönd dótturfélaga sinna, Veitna og Orku náttúrunnar. 
  • Framvegis fá skráðir orkunotendur aðskilda reikninga, þ.e. einn frá Veitum fyrir rafmagnsdreifingu og heitu vatni og annan frá söluaðila rafmagns.  
  • Áður voru reikningar Veitna og Orku náttúrunnar sameinaðir á einni kröfu í nafni OR.

Af hverju er verið að gera þessa breytingu?

  • Uppskipting reikninga dótturfélaga OR er liður í því að skýra betur fyrir viðskiptavinum hvaðan þjónustan er keypt og fyrir hvað er verið að greiða.  

Við gefum út þrjár megin tegundir af reikningum:

Dæmi um kröfur og reikninga með skýringum.