Reikningar

Um áramótin urðu breytingar á innheimtu gjalda fyrir rafmagn og í stað þess að fá einn reikning frá OR, móðurfélagi Veitna, fá viðskiptavinir framvegis tvo reikninga. Annar verður frá Veitum fyrir rafmagnsdreifingu og hinn frá þeim söluaðila rafmagns sem þeir eiga viðskipti við. Kröfur í heimabanka munu því verða merktar Veitum í stað OR eins og verið hefur. Hið sama á við um reikninga frá söluaðila raforkunnar. Uppskipting reikninga dótturfélaga OR er liður í því að skýra betur fyrir viðskiptavinum hvaðan þjónustan er keypt og fyrir hvað er verið að greiða.

Hverju breytir þetta fyrir mig? 

  • Sá greiðslumáti sem þú hefur valið að nota hingað til helst óbreyttur. Beingreiðslu- og kortasamninga þarf ekki að uppfæra.
  • Kostnaður vegna reikninga tekur breytingum. Seðilgjald hækkar úr 239 kr. í 245 kr. Tilkynningar- og greiðslugjald lækkar úr 114 kr. í 80 kr.

Hvernig lítur dæmigerður reikningur út? 

Hvað gerist ef ég er í vanskilum með reikninga gefna út í nafni OR? 

  • Kröfur í nafni OR verða felldar niður og gefnar verða út nýjar kröfur í nafni Veitna. Áfallinn innheimtukostnaður, annar en vextir, auk seðilgjalda eru felldur niður og hægt er að greiða nýja reikninga án kostnaðar til 2. febrúar. 

Af hverju eru greitt fyrir rafmagnsdreifingu og notkun í sitthvoru lagi? 

  • Slíkt er gert vegna raforkulaga frá 1. janúar 2006 sem setja sölu á rafmagni á frjálsan markað. Þar sem rafmagnsdreifing er á sérleyfi eru notendur sjálfkrafa í viðskiptum við dreifiveitu á því veitusvæði sem tilheyrir þeirra sveitarfélagi.
  • Búir þú á veitusvæði Veitna færðu einn reikning frá okkur og annan frá söluaðila rafmagns. Sjá kort af veitusvæði Veitna.
  • Viðskiptavinir geta aftur á móti valið sér söluaðila. Samanburð á raforkuverði til heimila má finna á vef Orkuseturs. 

Við gefum út þrjár megin tegundir af reikningum: