Förum vel með heita vatnið í kulda­tíð­inni

Heita vatnið okkar er auðlind sem við eigum öll saman. Nú þegar kalt er úti og fram undan er frost og vindur, skiptir máli að nýta heita vatnið vel.

Notkun á heitu vatni er mikil þessa stundina og verður áfram næstu daga. Það er því ástæða til að minna á að fara vel með varmann.

Það má t.d gera með því að gæta þess að birgja ekki ofna með húsgögnum og gluggatjöldum, kanna þéttingar á gluggum og hurðum og fá fagfólk til að fara yfir hitakerfin á heimilum til að tryggja að þau virki rétt. Hollráð um heitt vatn.


90% af notkun heimila á heitu vatni fer í húshitun og afganginn notum við til annarra hluta eins og fara að fara í bað eða sturtu. Við mælum þó með því að láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.

Ef álag á hitaveituna eykst mikið á næstunni vegna aukinnar notkunar á heitu vatni, gætu íbúar á einhverjum svæðum á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir minni þrýstingi.

Hvernig getum við aðstoðað þig?