Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá kl. 22.00 þann 21. ágúst til kl. 10.00 að morgni 23. ágúst. Ástæða þess er tenging á nýrri heitavatnslögn sem mun tryggja íbúum Hafnarfjarðar heitt vatn til framtíðar.
Fréttin hefur verið uppfærð. Aukning á gruggi varð í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni í kjölfar jarðskjálftans í gærkvöldi. Svona aukning getur minnkað vatnsgæði en verið er að taka sýni til staðfestingar.
Nesjavallaæð verður hreinsuð í júní. Lögnin var hreinsuð síðast árið 2003 og tímabært að gera það aftur. Lögð er áhersla á að tryggja öryggi. Nesjavallaleið verður lokað á meðan hreinsunarvinnan stendur yfir.
Í nýlegu útboði fyrir rofabúnað í dreifistöðvar tókum við þá ákvörðun að auglýsa eftir búnaði sem var án SF6 gass og væri auk þess fjarstýranlegur til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.