Lyki­lá­herslur í mannauðs­málum

Við vinnum og vöxum saman í sveigjanlegu starfsumhverfi.

Image alt text

Jafnrétti

Veitur leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsfólks fyrirtækisins með því að hafa eftirfarandi atriði að að leiðarljósi:

  • Að starfsfólk njóti sömu kjara og séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni.
  • Að gera starfsfólki kleift að samræma sem best einkalíf og starfsábyrgð.
  • Að hámarka fjölbreytileika kynja innan OR samstæðunnar og einstakra fyrirtækja/hópa/sviða/deilda.
  • Að skapa inngildandi vinnustað fyrir starfsfólk OR samstæðunnar.
  • Að efla fræðslu og vitund starfsfólks um málefni og áskoranir minnihlutahópa.
  • Að efla fræðslu um mikilvægi fjölbreytileika og umburðarlyndis.
  • Að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.
  • Að tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanatöku.

Veitur eru virkur aðili að Iðnir og tækni samstarfsverkefni OR og Árbæjarskóla þar sem nemendum gefst kostur á að kynnast iðn- og tæknigreinum í þeim tilgangi að vekja áhuga allra kynja á slíkum störfum.

Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og því er gætt að fjölbreytileika kynja þegar kemur að nemasamningum.

Hvernig getum við aðstoðað þig?