Reikn­ingar

Veitur gefa út reikninga vegna dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og rafmagni, notkun á heitu vatni, notkun á köldu vatni og fráveitu. Veitur gefa einnig út reikninga vegna heimlagna.

Innheimta

Veitur vilja ekki að fólk verði rafmagnslaust og/eða heitavatnslaust. Það er alltaf betra að vera í sambandi við okkur og leysa málin í sameiningu.  

  • Ég fékk ítrekunarbréf/SMS hvað á ég að gera?

    Við hvetjum þig til að borga ógreidda reikninga sem fyrst í þínum heimabanka eða óska eftir greiðsludreifingu. Það auðveldar þér að greiða reikninga sem hafa safnast upp. Þá hefur þú samband við okkur hér

  • Ég hef ekki tök á að greiða núverandi reikninga

    Þú getur óskað eftir greiðsludreifingu hjá okkur hér.   

  • Hvar get ég séð nánari upplýsingar um mína reikninga?

    Á Mínum síðum eru nánari upplýsingar um reikninga.  

  • Hvað kostar að fá greiðsludreifingu?

    Greiðsludreifing kostar ekki, en það koma vextir á upphæðina. 

  • Hvað eru vextirnir háir ef ég fæ greiðsludreifingu?

    Vextir koma á upphæðina sem er greiðsludreifð og miðað er við meðalvexti óverðtryggðra lána samkvæmt vaxtatöflu Seðlabankans. 

  • Ég fékk lokunar sms hvað á ég að gera?

    Þú þarft að greiða reikninginn strax til að koma í veg fyrir lokun á heita vatninu og/eða rafmagninu hjá þér innan nokkurra daga. Ef þú getur ekki greitt alla skuldina núna hafðu þá samband við okkur hér eða á netspjallinu til að finna lausn.

  • Er kostnaður ef ég greiði ekki reikninginn minn?

    Já, það leggjast dráttarvextir á upphæðina og kostnaður með áminningarbréfum. Vanskil geta leitt til lokunar og það getur verið mjög kostnaðarsamt fyrir viðskiptavini. Hér getur þú séð verðskrá/þjónustugjöld.   

  • Ég er búin að fá greiðsludreifingu en fæ alltaf tvo reikninga

    Annar reikningurinn er það sem þú greiðsludreifðir, en hinn er mánaðarlegur reikningur frá okkur. Þú færð tvo reikninga frá okkur á meðan þú greiðir niður skuldina. 

  • Hvernig er innheimtuferlið?

    1. Innheimtuviðvörun er send út 20 dögum eftir gjalddaga.  
    2. SMS áminning er send út 27 dögum eftir gjalddaga.  
    3. Önnur innheimtuviðvörun er send út 35 dögum eftir gjalddaga 
    4. Lokaaðvörun 45 dögum eftir gjalddaga.
    5. SMS lokaítrekun er send út 55 dögum eftir gjalddaga og þá eru örfáir dagar þar til lokun fyrir rafmagn og/eða heitt vatn kann að fara fram.

    Ath. að ef nýir reikningar frá Veitum hafa ekki verið greiddir þá hafa borist innheimtuviðvaranir vegna þeirra líka.   

Hvernig getum við aðstoðað þig?